Fræðsla | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

VILTU VITA MEIRA UM SÁLRÆNAN VANDA?

Fræðsla

Eðlilegt er að ganga í gegnum erfiðar aðstæður og upplifa neikvæðar tilfinningar af og til, það er hluti af því að vera manneskja. Eðlileg vanlíðan líður oftast hjá með tímanum og þarf ekki að grípa sérstaklega inn í. Ef vanlíðan er til staðar í langan tíma, veldur truflun á daglegu lífi eða kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera getur verið gott að leita sér aðstoðar sálfræðings. Vanlíðan getur m.a. falið í sér depurð, kvíða, sorg, streitu, ótta, reiði, skömm, sektarkennd eða pirring. Það getur verið gagnlegt fyrir þig að skoða betur hvers konar vanlíðan þú finnur fyrir. Hér fyrir neðan er farið yfir nokkra flokka sálræns vanda sem geta komið fram hjá fólki.