Um okkur | Mín líðan

Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem fær leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis. Mín líðan býður upp á hugræna atferlismeðferð (HAM) á netinu (computerised cognitive behaviour therapy; CCBT) við einkennum þunglyndis og félagskvíða. Lögð er áhersla á að draga úr vanlíðan með árangursríkum aðferðum sem sýnt hefur verið fram á að virki. Markmið Mín líðan er aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu og að bjóða upp á árangursríka og hagstæða sálfræðimeðferð með tilliti til kostnaðar og tíma. Í öðrum löndum er sálfræðimeðferð á netinu vinsælt meðferðarúrræði og er mikilvægt að Íslendingar fái þjónustu í samræmi við nýjustu tækni. Mín líðan gerir fleirum kleift að leita sér aðstoðar vegna vanlíðan. Stefnt er á að bjóða upp á fleiri meðferðarúrræði árið 2019. Mín líðan hlaut verðlaun fyrir vefkerfi ársins 2018 á Íslensku vefverðlaununum sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins. Mín líðan hefur hlotið eftirfarandi styrki á árunum 2016-2018:

  • 2018: Styrkur frá Tækniþróunarsjóði, sem ætlaður er ungum nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum.
  • 2017: Styrkur frá Velferðarráðuneytinu, þar sem samið var um tilraunaverkefni í fjargeðheilbrigðisþjónustu.
  • 2017: Styrkur frá Lýðheilsusjóði, markmið sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Mín líðan fékk styrk til að veita framhaldsskólanemum meðferð þeim að kostnaðarlausu.
  • 2016: Styrkur frá Atvinnumálum kvenna, sem eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni.
  • 2016: Styrkur frá Átaki til atvinnusköpunar, sem er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.

Ertu með einhverjar spurningar? Hafðu samband við okkur á minlidan@minlidan.is.

Tanja Dögg Björnsdóttir

Sálfræðingur og framkvæmdastjóri

Tanja Dögg er stofnandi Mín líðan og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hún starfar einnig sem sálfræðingur og veitir meðferð hjá Mín líðan. Tanja Lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og kandídatsprófi frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún fékk löggildingu sem sálfræðingur hjá Embætti landlæknis árið 2015.

Tanja starfar einnig sem sálfræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða hefur áhuga á að panta einkaviðtal getur þú haft samband á tanja@minlidan.is.

Sveinn Óskar Hafliðason

Fjár-, sölu- og markaðsmál

Sveinn Óskar er hagfræðingur og sér um fjár-, sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Hann lauk B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014, hefur lokið löggildingu í verðbréfamiðlun og lauk mastersnámi í fjármálum (M.Fin) vorið 2019. Sveinn hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og er einnig gjaldkeri Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga á Íslandi. 

Hægt er að hafa samband við Svein á sveinn@minlidan.is

Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.