Lágt sjálfsmat | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er lágt sjálfsmat?

Lágt sjálfsmat

  • Hugsar þú oft um sjálfa(n) þig á neikvæðan hátt?
  • Ertu gjörn/gjarn á að gagnrýna þig?
  • Hefur þú litla trú á sjálfum/sjálfri þér?

Sjálfsmat felur í sér þær skoðanir sem við höfum á okkur sjálfum. Önnur algeng orð sem heyra undir hugtakið sjálfsmat eru m.a. sjálfsmynd, sjálfstraust, sjálfsöryggi og sjálfsvirðing. Þessi orð vísa til hvernig við hugsum um okkur sjálf, hvaða mat við leggjum á okkur sjálf og hvers virði okkur finnst við vera. Sjálfsmat er á skala, það nær frá mjög lágu sjálfsmati, upp í mjög hátt sjálfsmat og allt þar á milli. Eðlilegt er að efast um sjálfa(n) sig öðru hvoru, skorta sjálfstraust á ákveðnum sviðum eða hugsa stundum neikvætt um sjálfa(n) sig, en ef þess konar skoðanir eru mjög oft til staðar erum við líklega með lágt sjálfsmat.

Lágt sjálfsmat einkennist af litlu sjálfsöryggi og neikvæðum skoðunum á okkur sjálfum. Fólk telur sig ekki búa yfir mörgum góðum eiginleikum og telur sig ekki hafa mikið fram á að færa. Það efast um eigin getu og er gjarnt á að dæma sig og gagnrýna á neikvæðan hátt. Því neikvæðari sem skoðanirnar eru, því lægra er sjálfsmatið. Algengar skoðanir hjá þeim sem eru með lágt sjálfsmat eru t.d: Ég er ekki nógu góð(ur) - Ég er leiðinleg(ur) - Ég er óaðlaðandi - Engum líkar vel við mig - Ég er óhæf(ur) - Ég er heimsk(ur) - Ég er misheppnuð/aður - Ég er gölluð/gallaður - Ég er öðruvísi - Ég er ömurleg(ur) - Ég skipti engu máli - Aðrir eru klárari en ég - Ég er óáhugaverð(ur).

Við teljum þessar skoðanir vera staðreyndir og þær hafa neikvæð áhrif á hvernig okkur líður. Flestir hugsa á þennan hátt einhvern tímann á lífsleiðinni, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum. En ef við hugsum daglega um okkur á þennan hátt getur það haft slæm áhrif á sjálfstraustið og leitt til neikvæðra tilfinninga eins og depurðar, kvíða, óöryggis og skammar. Þeir sem eru með lágt sjálfsmat eru í aukinni áhættu á að finna fyrir þunglyndi og kvíða, sérstaklega félagskvíða. Lágt sjálfsmat getur dregið verulega úr vellíðan og lífsgæðum fólks og því er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar sálfræðings ef það hefur staðið yfir lengi eða hefur mikil áhrif á daglegt líf.

Dæmi um einkenni lágs sjálfsmats

Sjálfsgagnrýni

Að gagnrýna sjálfan sig á ósanngjarnan hátt ásamt því að gera miklar kröfur til sín.

Efasemdir

Að efast um sjálfan sig og hafa litla trú á sjálfum sér. Að upplifa að maður sé ekki nógu góður.

Kvíði

Að finna fyrir líkamlegum einkennum, t.d. örum hjartslætti, hraðari öndun, svita, svima, vöðvaspennu og skjálfta. Eða hugrænum einkennum, t.d. að hugurinn tæmist, geta ekki einbeitt sér og enga stjórn á hugsunum.

Depurð

Að verða dapur, niðurdreginn eða vonlaus. Að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og þreytu eða orkuleysi.

Hrakspár

Að búast við því versta og gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að það gerist.

Horfa framhjá því jákvæða

Að horfa framhjá jákvæðum eiginleikum sínum ásamt því að gera lítið úr hrósum sem maður fær og góðri frammistöðu.

Ósanngjarn samanburður

Að bera sig saman við aðra á ósanngjarnan hátt.

Samþykki annarra

Að leita eftir og þurfa samþykki frá öðrum.

Erfiðleikar í samskiptum

Að eiga erfitt með samskipti við aðra, láta lítið fyrir sér fara, einangra sig, draga sig í hlé, vera áhugalaus eða forðast að gera það sem manni langar.

 

Áhrif lágs sjálfsmats

Lágt sjálfsmat getur haft áhrif á ýmis svið lífs okkar og geta áhrifin verið sértæk eða almenn. Þegar áhrifin eru sértæk er lágt sjálfsmat breytilegt eftir aðstæðum sem þýðir að við efumst öðru hvoru um okkur sjálf sem kemur yfirleitt fram í ákveðnum aðstæðum. Við gætum þá til dæmis verið frábær í að halda fyrirlestra en átt erfitt með að segja okkar skoðun eða að kynnast fólki. Þegar áhrifin eru almenn hefur það víðtækari áhrif á líf okkar og getur það leitt til þess að við erum sífellt að gagnrýna okkur, sem kemur fram í flestum aðstæðum. Við getum þá talið að við séum léleg í að halda fyrirlestra, segja okkar skoðun, kynnast fólki o.s.frv. Lágt sjálfsmat getur haft áhrif á eftirfarandi:​

  • Vanlíðan: Við getum upplifað neikvæðar tilfinningar eins og depurð, streitu, kvíða, óöryggi, reiði, pirring, vonleysi, gremju, sektarkennd og skömm.
  • Nám og vinna: Við getum forðast að fara í nám eða sækja um draumastarfið. Sumir leggja of mikð á sig svo að aðrir sjái ekki hvernig þeir „eru” í raun og veru. Aðrir leggja of lítið á sig vegna þess að þeir hafa litla trú á sjálfum sér.
  • Samskipti: Við getum verið meðvitaðri um okkur sjálf, sett aðra í fyrsta sæti, talið að fólki líki illa við okkur og forðast samskipti við aðra. Við getum gert miklar kröfur til okkar, t.d. að þurfa að vera skemmtileg.
  • Frístundir: Við getum forðast að taka þátt í frístundum. Ástæða þess getur t.d. verið lítil trú á sjálfum okkur, finnast við ekki eiga skilið að skemmta okkur eða hræðsla við neikvætt mat annarra.
  • Persónuleg umhirða: Við getum sleppt því að hugsa um okkur sjálf, t.d. forðast að fara til tannlæknis eða í klippingu, borðað óhollan mat eða forðast hreyfingu. Einnig getum við eytt óhóflega miklum tíma í að líta vel út.

 

Hverjir eru með lágt sjálfsmat?

Við erum öll mannleg og því getur alla skort sjálfstraust á ákveðnum sviðum. Lágt sjálfsmat getur komið fram hjá konum og körlum á öllum aldri, í öllum stéttum og öllum kynþáttum.

 

TAKTU FYRSTA SKREFIÐ Í ÁTT AÐ BETRLI LÍÐAN

10 tíma sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við lágu sjálfsmati. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

39.900 kr.

fyrir meðferðina

14.500kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.

VILTU RÆÐA VIÐ SÁLFRÆÐING AUGLITI TIL AUGLITIS?

Sálfræðiviðtöl á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr lágu sjálfsmati með staðlaðri sálfræðimeðferð við lágu sjálfsmati eða fjarviðtölum.

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. lágu sjálfsmati, einkennum kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), þunglyndis og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum lágs sjálfsmats. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við einkennum kvíða og þunglyndis, sem eru algengir fylgikvillar lágs sjálfsmats.

Í sálfræðiviðtölum hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring lágs sjálfsmats. Skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum. Það felur m.a. í sér að draga úr sjálfsgagnrýni, endurmeta neikvæð viðhorf og koma auga á jákvæða eiginleika.

Bókaðu fyrsta sálfræðiviðtalið strax í dag

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.