Fjarviðtöl | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Þegar þú þarft aðeins meiri ráðgjöf

Sálfræðiviðtöl á netinu

Mín líðan býður upp á fjarviðtöl, sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl sem fara fram í gegnum netið. Þar getur þú sótt ráðgjöf eða sálfræðimeðferð hjá löggildum sálfræðingum. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda. Sálfræðingar Mín líðan veita þér góða og persónulega þjónustu. Markmið okkar er aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu með því að bjóða upp á sálfræðimeðferð sem hægt er að sinna hvar sem er!

HVAÐ ERU FJARVIÐTÖL?

Myndfundir við sálfræðing

Fjarviðtöl eru myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið.

Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, lágu sjálfsmati, áráttu og þráhyggju, streitu og kvíða (t.d. félagskvíða, námskvíða, ofsakvíða, heilsukvíða og almennum kvíða). Einnig er hægt að fá aðstoð við að vinna úr áföllum og erfiðum minningum, bæta lífsgæði, minnka svefnvanda og takast á við persónulegar áskoranir.

HVAÐ KOSTAR FJARVIÐTAL?

Niðurgreitt hjá stéttarfélögum

Eitt fjarviðtal er samtals 50 mínútur og kostar 17.500-18.500 kr. Hægt er að óska eftir 30 mínútna fjarviðtali. Mismunandi er hversu mörg fjarviðtöl hver og einn þarf og er það metið og áætlað í fyrsta fjarviðtalinu.

Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðikostnað hjá Mín líðan (sjá nánar hér). Niðurgreiðslan er mismunandi eftir stéttarfélögum. Í sumum tilfellum niðurgreiðir félagsþjónusta sveitarfélaga kostnaðinn. Sum fyrirtæki niðurgreiða sálfræðimeðferð fyrir sína starfsmenn. Kannaðu hvaða réttindi þú hefur hjá þínu stéttarfélagi, hverfisfélagsþjónustu eða vinnustað.

ERU FJARVIÐTÖL ÖRUGG?

Örugg og dulkóðuð með Kara Connect

Mín líðan notar Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara er öruggur hugbúnaður sem byggir á öruggum búnaði til fjarskipta þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga.

Gögnin þín eru örugg og er Kara hýst á öruggu svæði. Öll samskipti sem fara fram í Köru eru dulkóðuð með öruggum hætti. Kara starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig með tölvupósti og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.

Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að

Algengar spurningar

 • Fjarviðtöl eru myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda. Mín líðan notar öruggan hugbúnað Kara Connect við veitingu fjarviðtala.

 • Eitt fjarviðtal er samtals 50 mínútur og kostar 17.500-18.500 kr, það fer eftir hjá hvaða sálfræðingi þú bókar.

 • Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðikostnað hjá Mín líðan. Í sumum tilfellum niðurgreiðir félagsþjónusta sveitarfélaga kostnaðinn. Sum fyrirtæki niðurgreiða sálfræðimeðferð fyrir sína starfsmenn. Kannaðu hvaða réttindi þú hefur hjá þínu stéttarfélagi, hverfisfélagsþjónustu eða vinnustað.

 • Já, öllum er velkomið að bóka fjarviðtal hjá Mín líðan, ekki þarf að uppfylla nein skilyrði til þess. Allir sem hafa aðgang að tölvu eða snjalltæki með vefmyndavél og netsambandi geta nýtt sér fjarviðtöl.

 • Þú ýtir á 'Velja sálfræðing' hér fyrir ofan. Þá færðu upp lista af sálfræðingum Mín líðan. Þú ýtir á 'Bóka tíma' hjá þeim sálfræðingi sem þú óskar eftir meðferð á og flyst þá yfir á síðu Kara Connect, sem er hugbúnaðurinn sem notaður er fyrir fjarviðtölin. Þar ýtir þú á 'Óska eftir þjónustu' og skráir grunnupplýsingarnar þínar. Þér verður boðinn tími í gegnum tölvupóst sem þú getur samþykkt eða hafnað.

 • Nauðsynlegt er að afbóka fjarviðtal daginn áður til að komast hjá gjaldtöku. Ef afbókað er eftir kl. 16 daginn fyrir viðtalið er rukkað fullt gjald. Einnig er rukkað fullt gjald fyrir fjarviðtöl sem ekki er mætt í. Þú getur afbókað viðtal með því að senda tölvupóst á minlidan@minlidan.is eða með því að senda tölvupóst á þinn sálfræðing. Hafa ber í huga að samstarfsaðilar Mín líðan greiða ekki fyrir viðtöl sem ekki er mætt í, það fellur á þinn hlut að greiða fyrir slíkt.

 • Áður en þú hefur meðferð hjá þínum sálfræðingi ertu beðin(n) um að fylla inn kortaupplýsingar á heimasvæði Kara Connect. Greiðsla fyrir fjarviðtal er dregin af kortinu að viðtali loknu. Hægt er að fá greiðslukvittun á heimasvæði Kara Connect.

 • Í fysta sálfræðiviðtalinu er farið yfir hvers vegna þú ákvaðst að leita til sálfræðings, hversu lengi þú hefur fundið fyrir vanlíðan og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf. Í lok viðtalsins er farið yfir hvaða meðferðarleiðir eru í boði fyrir þig og næsti tími er bókaður ef óskað er eftir því.

 • Hefðbundin sálfræðimeðferð nær yfirleitt frá 10-20 fjarviðtölum, en það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf mörg viðtöl. Sumir þurfa færri og sumir fleiri. Í fyrsta tímanum er áætlað hversu mörg fjarviðtöl þú munt þurfa.

 • Enginn hefur aðgang að gögnum um þig nema þú og þinn sálfræðingur. Sálfræðingar hjá Mín líðan eru bundnir þagnarskyldu sem þýðir að allar upplýsingar sem þú gefur upp í meðferðinni eru trúnaðarmál. Þó eru undantekningar á þeirri reglu, þ.e. ef talið er að þú sért í hættu eða einhver annar í kringum þig (sjá nánar undir 'Skilmálar' á heimasvæði þínu hjá Kara Connect). Sálfræðingar hjá Mín líðan starfa í samræmi við samnorrænar siðareglur sem gilda fyrir félaga í Sálfræðingafélagi Íslands. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þagnarskyldu sálfræðinga hjá Embætti landlæknis.

 • Já. Mín líðan notar Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara er öruggur hugbúnaður þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga.

 • Hægt er að hala niður Kara Connect appinu (til í Play Store eða App store) og mæta þar í myndfund. Best er að nota Google Chrome, nema ef notaður er iphone/ipad, þá er mælt með að nota Safari.