Mín líðan - Sálfræðimeðferð á netinu | Mín líðan

Taktu skref í átt að betri líðan

Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis og félagskvíða. Viltu vita hvort að meðferðin henti þér? Svaraðu þá nokkrum spurningum um hvernig þér líður. Við bjóðum upp á kynningartíma þér að kostnaðarlausu hafir þú áhuga á að skoða hvernig meðferðin virkar.
Mín líðan býður einnig upp á fjarviðtöl sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti augliti til auglitis í gegnum netið. Þar er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, áfallastreitu og lágu sjálfsmati.

Þunglyndi

  • Ert þú oft niðurdregin(n)?
  • Finnst þér erfitt að njóta lífsins?
  • Ertu hætt(ur) að hafa ánægju af því sem þú gerir í daglegu lífi?

Þunglyndi lýsir sér sem viðvarandi depurð eða vonleysi. Fólk á erfitt með að hafa ánægju af því sem það gerir og hefur minni áhuga á hlutum en venjulega. nnur algeng einkenni eru þreyta, orkuleysi, eirðarleysi, svefnerfiðleikar, breytingar á matarlyst, erfiðleikar með einbeitingu og ákvarðanatöku, sektarkennd, sjálfsgagnrýni, finnast maður vera einskis virði, hugsanir um dauðann og minni virkni í daglegu lífi. Um 15–25% fólks upplifir þunglyndi einhvern tímann á ævinni.

Nánar um þunglyndi

Félagskvíði

  • Finnst þér erfitt að vera þú sjálf(ur) í kringum annað fólk?
  • Finnur þú fyrir kvíða í félagslegum aðstæðum?
  • Ertu félagslega einangruð/aður?

Félagskvíði lýsir sér sem viðvarandi og óhóflegri hræðslu við eina eða fleiri félagslegar aðstæður (t.d. að tala fyrir framan aðra, halda uppi samræðum og að kynnast nýju fólki). Fólk er hrætt um að koma illa fyrir og verða dæmt á neikvæðan hátt af öðrum. Það forðast þessar félagslegu aðstæður eða fer í þær og upplifir mjög mikinn kvíða. Það eyðir miklum tíma í að hugsa um hvernig það kom öðrum fyrir sjónir og einblínir á hvað það sagði eða gerði vitlaust. Um 12% fólks upplifir félagskvíða einhvern tíma á lífsleiðinni.

Nánar um félagskvíða

Hvernig skrái ég mig í meðferðina?

Mat á einkennum

Fylltu út spurningalista. Athugaðu hvort að meðferðin henti þér.

Meðferðarleið

Veldu meðferðarleið. Við bjóðum upp á meðferð við þunglyndi og félagskvíða.

Meðferð

Byrjaðu meðferðina strax! Þú hefur tekið fyrsta skrefið í átt að betri líðan.

Hverjir eru kostir sálfræðimeðferðar á netinu?

Fagleg

Meðferðin er veitt af löggildum sálfræðingum.

Ódýrari

Meðferðin er ódýrari en hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu.

Enginn biðtími

Þú getur hafið meðferðina strax.

Gagnreynd

Meðferðin er byggð á árangursríkum, vísindalegum aðferðum.

Aðgengileg

Þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.

Þægileg

Þú þarft bara að opna tölvuna, spjaldtölvuna eða farsímann og byrja að sinna meðferðinni.

Tímasparandi

Þú þarft ekki að taka þér frí frá vinnu til að sinna meðferðinni.

Auðveld

Meðferðin er auðveld í notkun og krefst lágmarks tölvuþekkingar.

Umsagnir skjólstæðinga

„Finn fyrir vellíðan sem ég hef aldrei fundið áður eftir þessa meðferð og aðferðirnar sem ég lærði munu gagnast mér út lífið.“

Kona, 40 ára Meðferð við þunglyndi

„Þessi meðferð gaf mér öll þau tæki og tól sem ég þarf til þess að halda áfram að bæta andlega líðan.“

Karl, 34 ára Meðferð við félagskvíða

„Mér líður 100x betur og ég mun aldrei gleyma framförunum mínum! Ég get talað við hvern sem er og er ekki hrædd við að vera ég sjálf lengur!“

Kona, 21 ára Meðferð við félagskvíða

Vissir þú að ...

Um 15-25% fólks upplifir þunglyndi einhvern tímann á ævinni

Um 12% fólks upplifir félagskvíða einhvern tímann á lífsleiðinni

Á Íslandi þjást um 12.000-15.000 manns af þunglyndi á hverjum tíma

Félagskvíði er algengari meðal kvenna heldur en karla

Þunglyndi hefur áhrif á allt að 350 milljónir manna á hverjum degi

Konur eru líklegri til að þjást af þunglyndi heldur en karlar

Algengt er að fólk upplifi þunglyndi og kvíða á sama tíma

WHO (World Health Organization) telur að árið 2020 verði þunglyndi annað helsta heilsufarsvandamál í heiminum

Þunglyndi byrjar snemma á ævinni, mjög oft á bilinu 18-30 ára

Um 20-25% kvenna upplifa þunglyndi einhvern tímann á ævinni

Um 7-12% karla upplifa þunglyndi einhvern tímann á ævinni

Félagskvíði kemur yfirleitt fyrst fram á unglingsárunum

Talið er að um 45% alls fólks upplifi alvarlegan kvíða einhvern tímann á ævinni

Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.