Mín líðan | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

FJARGEÐHEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN MÍN LÍÐAN

Um okkur

Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu. Boðið er upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) á netinu við einkennum þunglyndis, kvíða, félagskvíða og lágu sjálfsmati. Öll samskipti við sálfræðing fara fram í gegnum skrifaðan texta. Árið 2019 bætti Mín líðan þjónustu sína með því að bjóða einnig upp á fjarviðtöl, sem eru myndfundir þar sem hægt er að eiga samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis. Opnað var fyrir þjónustu Mín líðan vorið 2018 og þar starfa nú tíu löggildir sálfræðingar.

VIÐ NOTUM AÐFERÐIR SEM VIRKA

Gagnreyndar og árangursríkar aðferðir

Hjá Mín líðan er lögð áhersla á að bæta andlega heilsu með árangursríkum, gagnreyndum aðferðum sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að virki. Markmið Mín líðan er fyrst og fremst aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu ásamt því að bjóða upp á árangursríka og hagstæða sálfræðimeðferð með tilliti til kostnaðar og tíma. Í öðrum löndum er sálfræðimeðferð á netinu vinsælt meðferðarúrræði og er mikilvægt að Íslendingar fái þjónustu í samræmi við nýjustu tækni.

Mín líðan gerir fleirum kleift að leita sér aðstoðar vegna sálræns vanda. Ekki hika við að senda póst á minlidan@minlidan.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

SAGA MÍN LÍÐAN

Styrkir og viðurkenningar

Byrjað var að vinna að sálfræðiþjónustu Mín líðan vorið 2015 og fór vefsíðan í loftið í byrjun maí 2018. Til að komast á þann stað sem Mín líðan er á í dag var sótt um ýmsa nýsköpunarstyrki. Starfsfólk Mín líðan er gífurlega þakklátt fyrir þá sjóði sem hafa síðastliðin ár haft trú á verkefninu og veitt því styrk.

Maí 2020

Markaðstyrkur frá Tækniþróunarsjóði ætlaður nýsköpunarfyrirtækjum vegna markaðsátaks og uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.

Mars 2019

Mín líðan hlaut verðlaun fyrir vefkerfi ársins 2018 á Íslensku vefverðlaununum sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins.

Janúar 2018

Styrkur frá Tækniþróunarsjóði ætlaður ungum nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum.

September 2017

Samið var við Velferðarráðuneytið um styrk fyrir tilraunaverkefni í fjargeðheilbrigðisþjónustu.

Júní 2017

Styrkur frá Lýðheilsusjóði sem stuðlar að heilsueflingu og forvörnum. Mín líðan fékk styrk til að veita 20 nemendum í framhaldsskóla meðferð þeim að kostnaðarlausu.

Maí 2016

Styrkur frá Atvinnumálum kvenna , ætlaður konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni.

Apríl 2016

Styrkur frá Átaki til atvinnusköpunar, ætlaður nýsköpunarverkefnum og markaðsaðgerðum starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.

Þessir treysta okkur

Mín líðan er í samstarfi við: