Fjarviðtöl | Mín líðan

Hvað eru fjarviðtöl?

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar andlegri vanlíðan, s.s. lágu sjálfsmati, streitu, þunglyndi og kvíða (t.d. félagskvíða, prófkvíða og almennum kvíða).

Hvað kostar fjarviðtal?

Eitt fjarviðtal er samtals 50 mínútur og kostar 14.000 kr. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað. Kannaðu hvaða réttindi þú hefur hjá þínu stéttarfélagi.

Eru fjarviðtöl örugg?

Mín líðan notar Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara er öruggur hugbúnaður sem byggir á öruggum búnaði til fjarskipta þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ýtrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga. Gögnin þín eru örugg og er Kara hýst á öruggu svæði. Öll samskipti sem fara fram í Köru eru dulkóðuð með öruggum hætti. Kara starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Sálfræðingar

Tanja Dögg Björnsdóttir

Tanja Dögg, sálfræðingur, sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum, s.s. streitu, kvíðaröskunum, þunglyndi. o.fl. Hún hefur sérstakan áhuga á félagskvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, áföllum og andlegri vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu. Tanja beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM).

Tanja Dögg er löggildur sálfræðingur og annar stofnenda Mín líðan. Hún hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2015. Hún lauk þá kandidatsprófi í sálfræði (Cand. Psych) frá Háskóla Íslands og fékk löggildingu sem sálfræðingur hjá Embætti landlæknis. Tanja starfar einnig sem sálfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Þú getur haft samband við Tönju með því að senda tölvupóst á tanja@minlidan.is.

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

VELDU SÁLFRÆÐING

Þú velur þann sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá.

BÓKAÐU TÍMA

Þú fyllir út upplýsingar um sjálfa(n) þig. Þinn sálfræðingur hefur samband og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.

Geta allir nýtt sér fjarviðtöl?

Öllum þeim sem náð hafa 18 ára aldri er velkomið að bóka fjarviðtal hjá Mín líðan, ekki þarf að uppfylla nein skilyrði til þess. Allir sem hafa aðgang að tölvu eða snjalltæki með vefmyndavél og netsambandi geta nýtt sér fjarviðtöl (að undanskildum ipad og iphone). Best er að nota Google Chrome.

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Þú ýtir á Bóka fjarviðtal hér fyrir ofan hjá þeim sálfræðingi sem þú vilt hefja meðferð hjá. Þá ferðu á síðu Kara Connect, sem er hugbúnaðurinn sem notaður er fyrir fjarviðtölin. Þar ýtir þú á Óska eftir þjónustu og skráir grunnupplýsingarnar þínar. Þér verður boðinn tími í gegnum tölvupóst sem þú getur samþykkt eða hafnað.

Hvaða reglur gilda um afbókun á fjarviðtali?

Nauðsynlegt er að afbóka fjarviðtal daginn áður til að komast hjá gjaldtöku. Ef afbókað er samdægurs er rukkað hálft gjald fyrir viðtalið. Rukkað er fullt gjald fyrir fjarviðtöl sem ekki er mætt í. Þú getur afbókað viðtal með því að senda tölvupóst á minlidan@minlidan.is, eða með því að senda tölvupóst á þinn sálfræðing. Hafa ber í huga að samstarfsaðilar Mín líðan greiða ekki fyrir viðtöl sem ekki er mætt í, það fellur á þinn hlut að greiða fyrir slíkt.

Hvernig greiði ég fyrir fjarviðtal?

Áður en þú hefur meðferð hjá þínum sálfræðingi ertu beðin(n) um að fylla inn kortaupplýsingar inni á síðu Kara Connect. Greiðsla fyrir fjarviðtal er dregið af kortinu að viðtali loknu.

Hvaða reglur gilda um trúnað?

Það hefur enginn aðgang að gögnum um þig nema þú og þinn sálfræðingur. Sálfræðingar hjá Mín líðan eru bundnir þagnarskyldu sem þýðir að allar upplýsingar sem þú gefur upp í meðferðinni eru trúnaðarmál. Þó eru undantekningar á þeirri reglu, þ.e. ef við að teljum að þú sért í hættu eða einhver annar í kringum þig (sjá nánar undir Skilmálar á heimasvæði þínu hjá Kara Connect). Sálfræðingar hjá Mín líðan starfa í samræmi við samnorrænar siðareglur sem gilda fyrir félaga í Sálfræðingafélagi Íslands. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þagnarskyldu sálfræðinga hjá Embætti landlæknis.

Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.