Starfsfólk | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

FJARGEÐHEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN MÍN LÍÐAN

Um okkur

Mín líðan hefur veitt sálfræðiþjónustu á netinu frá árinu 2018 og þar starfa tíu löggildir sálfræðingar. Byrjað var að bjóða upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu þar sem öll samskipti við sálfræðing fara fram með skrifuðum texta. Árið 2019 byrjaði Mín líðan að bjóða upp á fjarviðtöl, sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl í gegnum netið. Árið 2022 var 5 tíma netnámskeiði við streitu bætt við. Mín líðan var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.

SÁLFRÆÐINGAR MÍN LÍÐAN

Löggiltir og reyndir sálfræðingar

Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur

arnar@minlidan.is

Arnar Ingi starfar sem sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Arnar styðst fyrst og fremst við HAM (hugræn atferlismeðferð) en einnig ACT (acceptance and comittment therapy) og núvitund (mindfulness) – allt eftir þörfum hvers og eins. Arnar veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda og brennur fyrir að aðstoða fólk að takast á við persónulegar áskoranir og bæta lífsgæði þess. Arnar Ingi getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn og um helgar.

Arnar Ingi Friðriksson
Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur

margret@minlidan.is

Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við samskiptavanda, lágt sjálfsmat, almenna kvíðaröskun og þunglyndi. Margrét notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda.

Margrét Guðmundsdóttir
Tanja Dögg Björnsdóttir framkvæmdastjóri og sálfræðingur

tanja@minlidan.is

Tanja Dögg er stofnandi, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan. Tanja sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við félagskvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat, hafa gengið í gegnum áföll og þá sem upplifa andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.

Tanja Dögg Björnsdóttir
Ingibjörg Thors sálfræðingur

ingibjorg@minlidan.is

ATH! Er ekki að taka nýja skjólstæðinga eins og er. Dr. Ingibjörg er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á almenna sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við kvíðaröskunum og hefur unnið undir handleiðslu erlendra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2012. Ingibjörg hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða, depurð, streitu/kulnun, lágt sjálfsmat eða þurfa aðstoð vegna áfalla. Ingibjörg getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn.

Ingibjörg Thors
Anna Margrét Skúladóttir sálfræðingur

anna@minlidan.is

Anna Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan líðan og býður upp á almenna sálfræðiþjónustu. Anna sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við áfallastreituröskun, kvíðaröskunum og depurð og unnið undir handleiðslu erlendra og íslenskra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2008. Anna hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem hafa gengið í gegnum áföll, sorg og missi eða þurfa aðstoð við kulnun/streitu, depurð, lágu sjálfsmati og samskiptavanda.

Anna Margrét Skúladóttir
Alida Ósk Smáradóttir sálfræðingur

alida@minlidan.is

Alida Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Alida hefur mikla reynslu af ADHD greiningum hjá fullorðnum, en hún starfaði áður á geðsviði Landspítala. Alida beitir gagnreyndum aðferðum í að draga úr sálrænum vanda og hefur sérstakan áhuga á meðferð við ADHD og kvíðaröskunum (s.s. félagskvíða og almennri kvíðaröskun).

Alida Ósk Smáradóttir
Sigrún Arnardóttir sálfræðingur

sigrun@minlidan.is

Sigrún er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Sigrún hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við meðvirkni, samskiptavanda, ADHD, lágt sjálfsmat og einkenni þunglyndis og kvíða.

Sigrún Arnardóttir
Þrúður Gunnarsdóttir sálfræðingur

thrudur@minlidan.is

Dr. Þrúður sálfræðingur býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga, foreldra og fjölskyldur. Hún hefur sérhæft sig í heildrænni lífsstílsmeðferð sem tengist sálrænum og/eða líkamlegum vanda. Þrúður hefur sérstakan áhuga á lífsstílsmeðferð og meðferð vanda barna, unglinga og fjölskyldna, ekki síðast þegar kemur að skilnaði og flóknum fjölskylduaðstæðum. Hún getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn.

Þrúður Gunnarsdóttir
Sigríður Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur

sigridur@minlidan.is

Sigríður Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Hún notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda. Sigríður hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og lágs sjálfsmats.

Sigríður Ósk Ólafsdóttir
Guðrún Soffía Gísladóttir sálfræðingur

minlidan@minlidan.is

ATH! Er ekki að taka að sér nýja skjólstæðinga. Guðrún er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur síðustu árin unnið mikið með áfallamál og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða, þunglyndi og sálrænar afleiðingar áfalla. Guðrún hefur reynslu af því að vinna með mál sem tengjast ófrjósemi og einnig missi á meðgöngu.

Guðrún Soffía Gísladóttir

ANNAÐ STARFSFÓLK MÍN LÍÐAN

Þeir sem hjálpa okkur að hjálpa þér

Sveinn Óskar Hafliðason fjármála- og markaðsstjóri

sveinn@minlidan.is

Sveinn Óskar er annar stofnanda Mín líðan og sér um fjár-, sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Hann lauk B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014, löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2015 og mastersnámi í fjármálum (M.Fin) vorið 2019.

Sveinn Óskar Hafliðason