Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

svefnráðgjafi

Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir

Rakel er svefnráðgjafi hjá Mín líðan og veitir svefnráðgjöf í gegnum netið. Hún veitir svefnráðgjöf til foreldra barna á aldrinum 0-7 ára og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða börn sem eru lengi að sofna á kvöldin, eru að vakna oft á nóttunni, vakna snemma á morgnana og vilja að börnin læri að sofna sjálf í eigin rúmi. Jafnframt ef foreldrar þurfa aðstoð við að taka á krefjandi hegðun tengt háttatímanum.

Sérfræði- og áhugasvið

Rakel beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð svefnvanda. Hún hefur mikla reynslu af því að veita almenna ráðgjöf og snemmtæka íhlutun vegna barna, svo sem vegna svefn- og/ eða hegðunarvanda. Rakel hefur mikla reynslu af ráðgjöf og vinnu með börnum með óhefðbundinn þroska, svo sem ADHD, einhverfu og/ eða önnur þroskafrávik.

Menntun og starfsreynsla

Rakel lauk bakkalárgráðu úr þroskaþjálfafræði árið 2012 og hlaut starfréttindi sama ár. Árið 2019 lauk Rakel meistaragráðu í hagnýtri atferlisfræði frá University of South Wales.

Rakel hefur starfað sem þroskaþjálfi og atferlisfræðingur við Ráðgjafar- og greiningarstöð frá 2019 þar sem hún sinnir ráðgjöf vegna barna vegna svefnvanda, hegðunarvanda, fæðuinntökuvanda og þrifavanda. Áður starfaði hún sem sérkennslustjóri hjá leikskóla í Kópavogi þar sem hún hafði umsjón með sérkennslu í skólanum. Þar á undan starfaði hún sem þroskaþjálfi með börnum á leikskóla við snemmtæka íhlutun og atferlisíhlutun. Rakel hefur einnig reynslu af margs konar umönnunarstörfum.

Endurmenntun er mikilvægur hluti af starfi atferlisfræðings og leitast Rakel við að sækja reglulega ráðstefnur, námskeið, vinnustofur og aðra fræðslu til sérfræðinga í faginu til að viðhalda þekkingu sinni og færni.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Rakel með því að senda tölvupóst á rakel@minlidan.is.