Þegar þú þarft aðeins meiri stuðning
Sálfræðiviðtöl á netinu
Mín líðan býður upp á fjarviðtöl sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl í gegnum netið. Hvert fjarviðtal er 50 mínútur og kostar 19.000-20.000 kr. Í fjarviðtölum getur þú sótt ráðgjöf eða sálfræðimeðferð hjá löggildum sálfræðingum. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda. Sálfræðingar Mín líðan veita þér góða og persónulega þjónustu. Markmið okkar er aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu með því að bjóða upp á sálfræðimeðferð sem hægt er að sinna hvar sem er!
Tanja Dögg Björnsdóttir framkvæmdastjóri og sálfræðingur
Tanja Dögg er stofnandi, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan. Tanja sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við félagskvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat, hafa gengið í gegnum áföll og þá sem upplifa andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.
Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur
Arnar Ingi starfar sem sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Arnar styðst fyrst og fremst við HAM (hugræn atferlismeðferð) en einnig ACT (acceptance and comittment therapy) og núvitund (mindfulness) – allt eftir þörfum hvers og eins. Arnar veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda og brennur fyrir að aðstoða fólk að takast á við persónulegar áskoranir og bæta lífsgæði þess. Arnar veitir viðtöl á dagvinnutíma, á kvöldin og um helgar.
Anna Margrét Skúladóttir sálfræðingur
Anna Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan líðan og býður upp á almenna sálfræðiþjónustu. Anna sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við áfallastreituröskun, kvíðaröskunum og depurð og unnið undir handleiðslu erlendra og íslenskra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2008. Anna hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem hafa gengið í gegnum áföll, sorg og missi eða þurfa aðstoð við kulnun/streitu, depurð, lágu sjálfsmati og samskiptavanda.
Unnur Samúelsdóttir sálfræðingur
Unnur Samúelsdóttir er sálfræðingur hjá Mín líðan og sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir m.a. meðferð og ráðgjöf vegna kvíðaraskana, meðferð við lágu sjálfsmati, þunglyndi og áfallastreituröskun. Unnur styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og hugræna úrvinnslumeðferð (CPT).
Alida Ósk Smáradóttir sálfræðingur
Alida Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Alida hefur mikla reynslu af ADHD greiningum hjá fullorðnum, en hún starfaði áður á geðsviði Landspítala. Alida beitir gagnreyndum aðferðum í að draga úr sálrænum vanda og hefur sérstakan áhuga á meðferð við ADHD og kvíðaröskunum (s.s. félagskvíða og almennri kvíðaröskun).
Sigríður Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur
Sigríður Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda. Sigríður hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem eiga í vandræðum með depurð, sorg, kvíða eða tilvistarvanda.
Ingibjörg Thors sálfræðingur
ATH! Er ekki að taka nýja skjólstæðinga. Ingibjörg er sálfræðingur og einn af eigendum Mín líðan. Hún býður upp á almenna sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við kvíðaröskunum og hefur unnið undir handleiðslu erlendra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2012. Ingibjörg hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða, depurð, streitu/kulnun, lágt sjálfsmat eða þurfa aðstoð vegna áfalla. Ingibjörg getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn.
Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur
Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við samskiptavanda, lágt sjálfsmat, almenna kvíðaröskun og þunglyndi. Margrét notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda.