Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Margrét Guðmundsdóttir

Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við samskiptavanda, lágt sjálfsmat, almenna kvíðaröskun og þunglyndi. Margrét notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda.

Sérfræði- og áhugasvið

Margrét beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Samhliða starfi sínu hjá Mín líðan starfar Margrét sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Geðheilsuteymi vestur. Margrét veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við samskiptavanda eða einkenni almennrar kvíðaröskunar, þunglyndis og lágs sjálfsmats.

Menntun og starfsreynsla

Margrét hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2018 og lauk MS prófi í Hagnýtri sálfræði: Klínískri sálfræði sama ár. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Geðhvarfateymi Landspítalans. Margrét lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og er þar að auki með diplómagráðu í Afbrotafræði frá Háskóla Íslands sem hún lauk árið 2016.

Margrét hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá janúar 2022 þar sem hún sinnir fjarviðtölum. Hún hefur starfað í Geðheilsuteymi vestur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) frá september 2018 þar sem hún hefur sinnt málstjórn, einstaklingsmeðferð, fræðslu, kynningum, þýðingum og meðferðarhópum. Geðheilsuteymið er þverfaglegt teymi rekið eftir verklagi FACT teyma (flexible assertive community treatment) og er annars stigs þjónustuúrræði innan HH.

Áður hefur hún starfað í Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (ACT teymi), Gistiskýlinu á Lindargötu, Konukoti og sem vaktmaður og ráðgjafi á Hringbraut þar sem einstaklingum með miklar og flóknar þjónustuþarfir var veitt húsnæði og stuðningur í samræmi við hugmyndafræði um skaðaminnkun og Húsnæði fyrst (Housing first). Einnig hefur Margrét starfað við þýðingar á verklagi og fræðsluefni um félagsleg og heilsutengd málefni. Hún starfaði einnig hjá Hagstofu Íslands sem spyrill í rannsóknum.

Margrét hefur sinnt endurmenntun samfara starfi sínu og setið eftirfarandi vinnustofur og námskeið:

  • Viðbragðsáætlun við sjálfsvígshættu - 2018. Crisis Response Planning for suicidal patients. Leiðbeinandi: Craig J. Brian, PsyD, ABPP.
  • 9th World Congress of Behavioral and Cognitive Therapies í Berlín – 2019. Sat þar meðal annars vinnustofu hjá Judith Beck: CBT for Personality disorder.
  • Greining og meðferð áráttu- og þráhyggjuröskunar – 2019. Leiðbeinandi: Dr. Brynjar Halldórsson.
  • Hugræn atferlismeðferð við Almennri kvíðaröskun – 2020. Leiðbeinandi: Óttar Birgisson, sálfræðingur.
  • Áföll og áfallastreituröskun: Hugræn úrvinnslumeðferð – 2020. Leiðbeinandi: Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur.
  • Hugræn atferlismeðferð við áráttu og þráhyggju – 2020. Leiðbeinandi: Liv Anna Gunnell, sálfræðingur og fagstjóri sálfræðinga HH.
  • Hugræn atferlismeðferð við heilsukvíða – 2020. Leiðbeinandi: Liv Anna Gunnell, sálfræðingur og fagstjóri sálfræðinga HH.
  • Hugræn atferlismeðferð við félagskvíða – 2020. Leiðbeinandi: Hjördís Inga Guðmundsdóttir.
  • Hugræn atferlismeðferð við ofsakvíða – 2020. Leiðbeinandi: Liv Anna Gunnell, sálfræðingur og fagstjóri sálfræðinga HH.
  • Meðhöndlun þunglyndis – 2020. Leiðbeinandi: Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur.
  • Vitræn geta og endurhæfing fyrir fólk með geðraskanir – námskeið fyrir fagfólk – 2020. Leiðbeinandi: Ólína G. Viðarsdóttir.
  • Teymisvinna: Áskoranir og ávinningur – 2021. Leiðbeinandi: Elfa Björt Hreinsdóttir, sálfræðingur hjá Björt ráðgjöf.
  • Fyrsta hjálp við áföllum – 2021. Leiðbeinandi: Hjördís Inga Guðmundsdóttir.
  • Staðlað mat á sjálfsvígshættu – 2021. Leiðbeinendur: Liv Anna Gunnell, sálfræðingur og fagstjóri sálfræðinga HH og Sóley J. Einarsdóttir, sálfræðingur. Haldið á vegum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
  • Hugræn úrvinnslumeðferð (Cognitive Processing Therapy) við Áfallastreituröskun (hlotið full réttindi) - 2021. Leiðbeinandi og handleiðari: Dr. Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur LSH.
  • Working with Complex Cases: Conceptual Model and Practical Applications – 2021. Leiðbeinandi: Dr. Stephen Barton, klínískur sálfræðingur við Newcastle CBT Centre og lektor við Newcastle University.
  • Núvitund og samkennd – 2021. Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Leiðbeinandi: Margrét Bárðardóttir.

Rannsóknir

  • Lesblinda: Birtingarmynd hennar á sjálfsmatskvarða borin saman við mælingu á lestrarframmistöðu. Skýrt afmarkaður hópur, undirhópar eða vídd lestrarerfiðleika? 2015.

  • Tengsl sjálfstjórnar í námi, farsæls þroska og námsframvindu 10-12 ára barna: Niðurstöður 3 ára langtímarannsóknar. 2018.

  • Birt rannsóknargrein – 4.apríl 2017 í Scientific Reports: Sigurdardottir, H.M., Danielsdottir, H.B., Gudmundsdottir, M. et al. Problems with visual statistical learning in developmental dyslexia. Sci Rep 7, 606 (2017). https://doi.org/10.1038/s41598-017-00554-5.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Margréti með því að senda tölvupóst á margret@minlidan.is.