Unnur Samúelsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Unnur Samúelsdóttir

Unnur Samúelsdóttir er sálfræðingur hjá Mín líðan og sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir m.a. meðferð og ráðgjöf vegna kvíðaraskana, meðferð við lágu sjálfsmati, þunglyndi og áfallastreituröskun. Unnur styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og hugræna úrvinnslumeðferð (CPT).

Sérfræði- og áhugasvið

Unnur styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og hugræna úrvinnslumeðferð (CPT) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar. Unnur hefur sérstakan áhuga á meðferð við kvíðaröskunum, þunglyndi, afleiðingum áfalla og lágu sjálfsmati.

Menntun og starfsreynsla

Unnur hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2019. Hún lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og M.Sc. gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Unnur hlaut fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á þremur stöðum í náminu, Landspítala, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Heilsugæslunni í Miðbæ.

Unnur starfaði áður hjá Geðheilsuteymi suður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar sinni hún einstaklingsmeðferð og hópmeðferð við ýmiskonar sálrænum vanda.

Í námi og starfi hefur Unnur fengið tækifæri til að sitja vinnustofur og námskeið í umsjón framúrskarandi fræðimanna á sviði greininga og meðferðar sálræns vanda. Unnur sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

Rannsóknir

  • Undirþættir taugaveiklunar og staðalímyndir kynjanna.
  • Efficacy of group psychoeducation for bipolar I patients: A pilot study.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Unni með því að senda tölvupóst á unnur@minlidan.is.