Hugræn úrvinnslumeðferð | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er hugræn úrvinnslumeðferð?

Hugræn úrvinnslumeðferð

Hugræn úrvinnslumeðferð (Cognitive Processing Therapy; CPT) er sálfræðimeðferð sem er notuð til að draga úr áfallaeinkennum. Hún er yfirleitt 12 tímar og er ætlað að hjálpa skjólstæðingum að skora á og breyta óhjálplegum skoðunum sem tengjast áfallinu.

Meðferðin byrjar á geðfræðslu um áfallaeinkenni, hugsanir og tilfinningar. Fólk lærir að verða meðvitaðra um tengslin á milli hugsana og tilfinninga og finna hvaða neikvæðu hugsanir viðhalda áfallaeinkennum. Skjólstæðingur kannar hvaða afleiðingar áfallið hefur haft fyrir hann, þ.e. hvaða áhrif það hefur haft á skoðanir hans á sjálfum sér, öðrum og heiminum. Skjólstæðingur fær svo val um hvort hann skrifi niður reynslu sína af áfallinu. Hann fær næst aðstoð með að endurmeta óhjálplegar skoðanir varðandi áfallið (t.d. sjálfsásakanir).

Þegar skjólstæðingur hefur lært að finna og skora á óhjálplegar hugsanir notar hann þá kunnáttu til að halda áfram að breyta skoðunum sem tengjast áfallinu. Áhersla er lögð á skoðanir sem tengjast öryggi, trausti, völdum/stjórn, virðingu og nánum tengslum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Sálfræðimeðferð á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr sálrænum vanda með: 1) fjarviðtölum eða 2) 10 tíma staðlaðri sálfræðimeðferð á netinu.

Fjarviðtöl

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. lágu sjálfsmati, einkennum þunglyndis, almenns kvíða, félagskvíða og streitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Stöðluð sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndis, félagskvíða og einnig við lágu sjálfsmati. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Hægt er að prófa frían kynningartíma. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!