Hvað er hugræn úrvinnslumeðferð?
Hugræn úrvinnslumeðferð
Hugræn úrvinnslumeðferð (Cognitive Processing Therapy; CPT) er sálfræðimeðferð sem er notuð til að draga úr áfallaeinkennum. Hún er yfirleitt 12 tímar og er ætlað að hjálpa skjólstæðingum að skora á og breyta óhjálplegum skoðunum sem tengjast áfallinu.
Meðferðin byrjar á geðfræðslu um áfallaeinkenni, hugsanir og tilfinningar. Fólk lærir að verða meðvitaðra um tengslin á milli hugsana og tilfinninga og finna hvaða neikvæðu hugsanir viðhalda áfallaeinkennum. Skjólstæðingur kannar hvaða afleiðingar áfallið hefur haft fyrir hann, þ.e. hvaða áhrif það hefur haft á skoðanir hans á sjálfum sér, öðrum og heiminum. Skjólstæðingur fær svo val um hvort hann skrifi niður reynslu sína af áfallinu. Hann fær næst aðstoð með að endurmeta óhjálplegar skoðanir varðandi áfallið (t.d. sjálfsásakanir).
Þegar skjólstæðingur hefur lært að finna og skora á óhjálplegar hugsanir notar hann þá kunnáttu til að halda áfram að breyta skoðunum sem tengjast áfallinu. Áhersla er lögð á skoðanir sem tengjast öryggi, trausti, völdum/stjórn, virðingu og nánum tengslum.