Nýskráning | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Nýskráning

Veldu meðferðarleið

Meðferð við þunglyndi

Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni og æfingar. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr neikvæðum hugsunarhætti, auka virkni í daglegu lífi og bæta sjálfstraust þitt. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

Nánar um þessa meðferðarleið
Meðferð við félagskvíða

Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni og æfingar. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Í meðferðinni lærir þú að brjóta upp vítahring félagskvíða sem felur m.a. í sér að læra að fara í aðstæður sem valda þér kvíða. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust í samskiptum!

Nánar um þessa meðferðarleið
Meðferð við lágu sjálfsmati

Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni og æfingar. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Í meðferðinni lærir þú að draga úr sjálfsgagnrýni, endurmeta neikvæð viðhorf og koma auga á jákvæða eiginleika í þínu fari. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust!

Nánar um þessa meðferðarleið

Innskráning

Af hverju rafræn skilríki?

Af öryggisástæðum notar þessi vefur rafræna auðkenningu. Sú krafa er gerð af Embætti landlæknis til að tryggja öryggi trúnaðarupplýsinga. Hér getur þú kynnt þér upplýsingar um rafræn skilríki og hvernig þú útvegar þér þau.