Innskráning - Milliskref | Mín líðan

Innskráning

Af öryggisástæðum notar þessi vefur rafræna auðkenningu. Sú krafa er gerð af Embætti landlæknis til að tryggja öryggi trúnaðarupplýsinga. Nánari upplýsingar um rafræn skilríki og hvernig þú útvegar þér þau finnur þú hér fyrir neðan. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að innskrá þig með rafrænum skilríkjum.

Rafræn skilríki

1. Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum.

2. Hvar fæ ég rafræn skilríki?

Í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni. Hægt er að fá rafræn skilríki í síma og á snjallkort. Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma kannarðu hvort símkortið þitt styður rafræn skilríki (hægt er að gera það hér). Ef ekki getur þú útvegað slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki. Þú ferð svo í banka, sparisjóð eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd.

3. Hvað kosta rafræn skilríki?

Hægt er að fá rafræn skilríki endurgjaldslaust.

4. Hverjir eru helstu kostir rafrænna skilríkja?

Þau auka öryggi. Þau eru þægileg. Þú þarft bara að muna eitt PIN númer í stað margra og þau opna þér aðgang að fjölmörgum þjónustusíðum. Þar að auki getur þú notað þau til fullgildrar undirritunar.

5. Eru rafræn skilríki örugg?

Rafræn skilríki hafa verið metin öruggasta auðkenningin sem í boði er fyrir almenning, samkvæmt nýlegri úttekt. Öryggið er m.a. fólgið í því að lykilorðið er hvergi geymt miðlægt.

Upplýsingar teknar af skilriki.is

Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.