Sigríður Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Sigríður Ósk Ólafsdóttir

Sigríður Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Hún notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda. Sigríður hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og lágs sjálfsmats.

Sérfræði- og áhugasvið

Sigríður beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Samhliða starfi sínu hjá Mín líðan starfar Sigríður sem sálfræðingur á vefrænum deildum Landspítalans. Sigríður veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og lágs sjálfsmats.

Menntun og starfsreynsla

Sigríður hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2021 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Sigríður hlaut einnig starfsþjálfun vefrænum deildum á Landspítala þar sem hún sinnti sálrænum stuðningi, greiningu og meðferð sjúklinga á blóð- og kabbameinsdeildum og aðstandendur þeirra. Sigríður lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og er þar að auki með M.Sc. gráðu í Heilsu- og félagssálfræði frá Maastricht University.

Sigríður hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá 2021 þar sem hún sinnir fjarviðtölum. Áður starfaði hún í yfirlestri rannsókna og gagnaúrvinnslu meðfram námi. Hún hefur töluverða reynslu af umönnun á mismunandi vígvöllum innan heilbrigðiskerfisins og sinnti um tíma atferlisþjálfun barna með einhverfu.

Í klíníska náminu við Háskóla Reykjavíkur hefur Sigríður farið á fjölda vinnustofa með sérfræðingum sem eru framarlega í sínu fagi. Þar af má nefna vinnustofu í meðferð við lágu sjálfsmati með Dr. Melanie Fennell, þunglyndi með Dr. Stephen Barton og félagskvíða með Dr. David Clark.

Rannsóknir

  • Using Objective Measures of Customer Waiting Time to Correct Self-Reported Patience
  • Coercion in Icelandic nursing homes: A correlational study of physical restraint use

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Sigríði Ósk með því að senda tölvupóst á sigridur@minlidan.is.