ACT | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er ACT?

Acceptance and commitment therapy

Acceptance and commitment therapy (ACT) byggir á gagnreyndum aðferðum sem ýta undir sálrænan sveigjanleika einstaklingsins. Sálfræðingurinn hjálpar einstaklingnum að vera meðvitaðri um það sem skiptir máli í lífiu og að vera til staðar í þeim aðstæðum sem hann er í. Þessi sálfræðimeðferð byggir á aðferðum núvitundar og þær aðferðir tengdar við lífsgildi einstaklingsins. Þessi aðferð er oftast notuð með öðrum meðferðum til að hjálpa einstaklingum að skilgreina það sem skiptir máli og hver hans gildi eru í lífinu.

ACT snýst um að lifa innihaldsríku lífi í takt við eigin lífsgildi með því að sætta sig við það sem við getum ekki breytt og, á sama tíma, að móta sér stefnu í lífinu og vinna markvisst að henni. Lífsgildin eru mismunandi eftir einstaklingum en í flestum tilfellum flokkuð með eftirfarandi hætti: Hlutverk sem einstaklingurinn sinnir (foreldri, barn, vinur, maki), fjölskyldan, samband við þeirra nánustu, vinátta, andleg tenging, starfsframi, tómstundir og tenging við samfélagið í heild sinni. Með því að skilgreina og forgangsraða eigin lífgildum er auðveldara að vinna með erfiðar hugsanir og tilfinningar.

Með því að hegða sér í samræmi við eigin lífsgildi er auðveldra fyrir einstaklingi að draga úr þeim áhrifum sem erfiðar hugsanir og tilfiningar hafa á daglegt líf.

 

 

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Sálfræðimeðferð á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr sálrænum vanda með: 1) fjarviðtölum eða 2) 10 tíma staðlaðri sálfræðimeðferð á netinu.

Fjarviðtöl

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. lágu sjálfsmati, einkennum þunglyndis, almenns kvíða, félagskvíða og streitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Stöðluð sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndis, félagskvíða og einnig við lágu sjálfsmati. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Hægt er að prófa frían kynningartíma. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!