Hvað er núvitund?
Núvitund
Núvitund er ein vinsælasta hugleiðsluaðferðin (einnig þekkt sem gjörhygli, árvekni eða vakandi athygli). Eins og nafnið gefur til kynna felur hún í sér að vera í núinu. Hún er mjög einföld í framkvæmd og snýst aðallega um að veita hugsunum okkar athygli þegar þær fara í gegnum hugann. Við dæmum þær ekki heldur fylgjumst bara með þeim og leyfum þeim að fljóta í burtu. Tilgangurinn er að verða meðvitaðri um það sem gerist innra með okkur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi núvitundar við að draga úr streitu. Kosturinn við núvitundaræfingar er að hægt er að gera þær hvar sem er! Við getum notað núvitund í öllum aðstæðum, það eina sem við þurfum að gera er að vera til staðar í þeim aðstæðum við erum í, þ.e. vera í núinu.