Núvitund | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er núvitund?

Núvitund

Núvitund er ein vinsælasta hugleiðsluaðferðin (einnig þekkt sem gjörhygli, árvekni eða vakandi athygli). Eins og nafnið gefur til kynna felur hún í sér að vera í núinu. Hún er mjög einföld í framkvæmd og snýst aðallega um að veita hugsunum okkar athygli þegar þær fara í gegnum hugann. Við dæmum þær ekki heldur fylgjumst bara með þeim og leyfum þeim að fljóta í burtu. Tilgangurinn er að verða meðvitaðri um það sem gerist innra með okkur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi núvitundar við að draga úr streitu. Kosturinn við núvitundaræfingar er að hægt er að gera þær hvar sem er! Við getum notað núvitund í öllum aðstæðum, það eina sem við þurfum að gera er að vera til staðar í þeim aðstæðum við erum í, þ.e. vera í núinu.

 

 

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Sálfræðimeðferð á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr sálrænum vanda með: 1) 10 tima staðlaðri sálfræðimeðferð á netinu eða 2) fjarviðtölum.

Stöðluð sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndis, félagskvíða og einnig við lágu sjálfsmati. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Hægt er að prófa frían kynningartíma. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

Fjarviðtöl

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. lágu sjálfsmati, einkennum þunglyndis, almenns kvíða, félagskvíða og streitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.