Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

framkvæmdastjóri og sálfræðingur

Tanja Dögg Björnsdóttir

Tanja Dögg er stofnandi, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan. Tanja sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við félagskvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat, hafa gengið í gegnum áföll og þá sem upplifa andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.

Sérfræði- og áhugasvið

Tanja hefur sérhæft sig í meðferð við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágs sjálfsmats. Hún notar fyrst og fremst hugræna atferlismeðferð (HAM) til að aðstoða fólk við að draga úr sálrænum vanda. Tanja hefur reynslu af því að vinna með áföll og notar til þess hugræna úrvinnslumeðferð (cognitive processing therapy). Tanja er með reynslu af því að vinna með sálrænan vanda á meðgöngu og eftir fæðingu og var m.a. í starfsþjálfun við kvennadeild Landspítalans. Tanja veitir einnig aðstoð við hvers kyns kvíða ásamt því að draga úr streitu, bæta lífsgæði og takast á við persónulegar áskoranir.

Menntun og starfsreynsla

Tanja Dögg lauk Cand. Psych námi frá Háskóla Íslands árið 2015 og fékk sama ár löggildingu sem sálfræðingur. Hún fékk starfsþjálfun hjá geðdeild og kvennadeild Landspítalans og Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Tanja Dögg lauk B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2008.

Tanja hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá 2018 þar sem hún sinnir staðlaðri sálfræðimeðferð á netinu og fjarviðtölum. Samhliða því vann hún hjá Domus Mentis geðheilsustöð frá 2017-2019 við greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum. Árið 2016 vann hún við greiningu barna og ungmenna hjá Þroska- og hegðunarstöð.

Rannsóknir

  • A Test of the Habit-Goal Framework of Depressive Rumination and its Relevance to Cognitive Reactivity (sjá hér).
  • Næmisþættir í endurteknu þunglyndi: Hugnæmi, heilabrot, tilfinningastjórn og tengsl við vana.
  • Áhrif ríkmannlegra og fátæklegra eigna á persónumat. Efnislegar staðalmyndir í kjölfar efnahagshrunsins.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Tönju Dögg með því að senda tölvupóst á tanja@minlidan.is.