Spurningalisti fyrir kvíða, þunglyndi, félagskvíða og lágt sjálfsmat | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu
1. hluti
2. hluti
3. hluti
4. hluti
5. hluti

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

1. hluti: Spurningalisti fyrir þunglyndi

Viltu vita hvort að 10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér? Svaraðu spurningalistanum til að skoða hvaða meðferðarleið hjá Mín líðan hentar þér.

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Verið niðurdregin(n), dapur/döpur eða vonlaus

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Minni áhugi eða ánægja af hlutum sem þú hafðir oftast áður áhuga á eða veittu þér ánægju

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Breytingar á matarlyst (þ.e. borðað of lítið eða meira en venjulega)

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Svefnerfiðleikar (þ.e. erfitt með að sofna eða haldast sofandi, vakna of snemma eða aukin svefnþörf)?

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Eirðarleysi og átt erfitt með að vera kyrr eða hreyft þig eða talað hægar en venjulega

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Þreyta eða orkuleysi

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Fundið fyrir sektarkennd, gagnrýnt sjálfa(n) þig meira en venjulega eða fundist þú vera einskis virði

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Erfiðleikar með einbeitingu eða erfiðleikar við að taka ákvarðanir

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Óskað þess að þú værir dáin(n) eða hugsað um sjálfsvíg

Hversu oft hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum síðustu tvær vikur?

Hafa fyrrnefnd einkenni komið í veg fyrir að þú framkvæmir daglegar athafnir (t.d. fara í vinnu eða skóla, hitta vini, stunda hreyfingu, sinna áhugamálum o.s.frv.)?

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

2. hluti: Spurningalisti fyrir kvíða

Viltu vita hvort að 10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér? Svaraðu spurningalistanum til að skoða hvaða meðferðarleið hjá Mín líðan hentar þér.

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Verið spennt(ur) á taugum, kvíðin(n) eða hengd(ur) upp á þráð

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Ekki tekist að bægja frá þér áhyggjum eða hafa stjórn á þeim

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Haft of miklar áhyggjur af ýmsum hlutum

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Átt erfitt með að slaka á

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Verið svo eirðarlaus að þú áttir erfitt með að sitja kyrr

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Orðið gröm/gramur eða pirruð/pirraður af minnsta tilefni

Hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum hefur þér liðið illa vegna eftirfarandi?

Verið hrædd(ur) eins og eitthvað hræðilegt gæti gerst

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

3. hluti: Spurningalisti fyrir félagskvíða

Viltu vita hvort að 10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér? Svaraðu spurningalistanum til að skoða hvaða meðferðarleið hjá Mín líðan hentar þér.

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég verð kvíðin(n) í einum eða fleiri aðstæðum þar sem ég þarf að eiga samskipti við aðra

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég forðast aðstæður sem fela í sér samskipti við aðra eða fer í þær og finn fyrir mjög miklum kvíða

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að vera gagnrýnd(ur), dæmd(ur) eða metin(n) á neikvæðan hátt af öðrum

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að verða mér til skammar, líta kjánalega út eða gera mig að fífli fyrir framan aðra

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að aðrir taki eftir kvíðaeinkennunum mínum (t.d. roða í andliti, skjálfta í höndum og fótum eða svita undir höndum)

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að gera mistök fyrir framan aðra

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að gera hluti þegar aðrir gætu verið að fylgjast með mér

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég óttast að tala við fólk í valdastöðu (t.d. yfirmenn)

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Mér finnst erfitt að tala fyrir framan aðra

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Mér finnst erfitt að tala við ókunnuga

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Mér finnst erfitt að segja nei við aðra

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Mér finnst erfitt að segja mína skoðun

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Ég forðast að vera miðpunktur athygli

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Kvíði sem ég upplifi í samskiptum við aðra veldur mér verulegri vanlíðan

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig?

Kvíði sem ég upplifi í samskiptum við aðra hefur áhrif á daglegt líf (t.d. frammistöðu í vinnu eða skóla, samskipti við vini, hreyfingu, áhugamál o.s.frv.)

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

4. hluti: Spurningalisti fyrir lágt sjálfsmat

Viltu vita hvort að 10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér? Svaraðu spurningalistanum til að skoða hvaða meðferðarleið hjá Mín líðan hentar þér.

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég ber mig oft saman við aðra

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég bý yfir fáum jákvæðum eiginleikum

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Mér líður oft eins og ég sé misheppnuð/aður

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég gagnrýni oft sjálfa(n) mig

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég er ekki stolt(ur) af sjálfum/sjálfri mér

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Mér mislíkar margt í mínu fari

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég er óánægð(ur) með sjálfa(n) mig

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég hef litla trú á sjálfum/sjálfri mér

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Mér finnst ég oft gagnslaus eða einskis virði

Hvað af eftirfarandi á almennt við um þig?

Ég hugsa mikið um álit annarra

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

5. hluti: Mat á sjálfsvígshættu

Viltu vita hvort að 10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér? Svaraðu spurningalistanum til að skoða hvaða meðferðarleið hjá Mín líðan hentar þér.

Hefur þú síðasta mánuðinn verið með alvarlegar sjálfsvígshugsanir, haft áætlun um sjálfsvíg eða gert tilraun til sjálfsvígs?

Vinsamlegast svaraðu öllum spurningum.

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

Niðurstöður

Spurningarnar í spurningalistum endurspegla algeng einkenni þunglyndis, kvíða, félagskvíða og lágs sjálfsmats. Niðurstöður geta bent til einkenna innan eðlilegra marka, vægra einkenna, miðlungs einkenna og mikilla einkenna. Hér fyrir neðan eru ráðleggingar varðandi hvaða þjónustuleið hentar þér best út frá svörum þínum.

Vinsamlegast taktu eftir að þessi spurningalisti veitir þér aðeins upplýsingar um hvers konar sálfræðiþjónusta hjá Mín líðan hentar þér, hann er ekki notaður til að greina þunglyndi, kvíða, félagskvíða og lágt sjálfsmat.

Svör þín benda til að mikilvægt sé að þú leitir þér strax aðstoðar!

Þar sem þú ert með sjálfsvígshugsanir, hefur haft áætlun um sjálfsvíg eða gert tilraun til sjálfsvígs undanfarinn mánuð, er mjög mikilvægt að þú leitir þér strax aðstoðar. Ef um neyðartilfelli er að ræða getur þú haft samband við bráðamóttöku geðdeildar LSH í s. 542-4050 (ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu), hringt í 112 eða haft samband við næstu heilbrigðisstofnun. Mælt er með að skoða eftirfarandi úrræði:

FJARVIÐTÖL HJÁ MÍN LÍÐAN
Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi gætu verið hentugt úrræði fyrir þig. Mín líðan býður upp á fjarviðtöl þar sem þú getur þú fengið aðstoð við hvers konar andlegri vanlíðan, s.s. þunglyndi, kvíða, streitu og lágu sjálfsmati. Þú talar við sálfræðing augliti til auglitis í gegnum internetið. Ef þú telur fjarviðtöl ekki henta þér er mælt með að panta tíma á sálfræðistofu.

HEILSUGÆSLUR OG/EÐA SJÚKRAHÚS
Hægt er að leita sér aðstoðar á næstu heilsugæslustöð og/eða sjúkrahúsi. Bráðamóttaka geðsviðs Landspítala (s. 543-4050) er opin kl. 12.00 - 19.00 virka daga og kl. 13.00 - 17.00 um helgar og alla helgidaga. Bráðamóttaka í Fossvogi sinnir bráðatilfellum utan þess tíma. Hægt er að leita á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (s. 463-0800) allan sólarhringinn. Upplýsingar um opnunartíma annarra heilbrigðisstofnana finnur þú á vefsíðu viðkomandi stofnunar.

HJÁLPARSÍMI / NETSPJALL RAUÐA KROSSINS OG PÍETA SAMTÖKIN
Hjálparsími Rauða krossins (s. 1717) er opinn allan sólarhringinn og er þá fyrir fólk sem upplifir vanlíðan og vill tala við reynda sjálfboðaliða sem starfa við símsvörunina. Tilgangur hjálparsímans er að veita fólki stuðning, t.d, vegna þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana. Rauði krossinn býður einnig upp á Netspjall þar sem hægt er að ræða við sjálfboðaliða í gegnum netið inni á 1717.is.

Píeta veitir aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Hægt er að hafa samband í s. 552-2218 eða með því að senda tölvupóst á pieta@pieta.is.

Þunglyndi

Engin einkenni

Niðurstöður benda til einkenna innan eðlilegra marka. Svör þín benda til að þú finnir ekki fyrir algengum einkennum þunglyndis í daglegu lífi, eins og depurð, áhugaleysi eða ánægjuleysi.

Tíu tíma stöðluð meðferð við þunglyndi hjá Mín líðan gæti þó gagnast þér, en í henni lærir þú gagnlegar aðferðir sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Aðferðirnar geta hjálpað þér að bæta andlega líðan og minnka líkur á depurð í framtíðinni.

Ekki er talin þörf á fjarviðtölum hjá Mín líðan, en þau gætu gagnast þér hafir þú áhuga á að bæta þína líðan með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, kvíða, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um þunglyndi

Þunglyndi

Væg einkenni

Niðurstöður benda til vægra þunglyndiseinkenna. Svör þín benda til að stundum finnir þú fyrir algengum einkennum þunglyndis, eins og depurð, áhugaleysi eða ánægjuleysi, sem geta haft minniháttar áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við þunglyndi hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr óhjálplegum hugsunum og auka virkni í daglegu lífi. Markmiðið er að þú náir betri tökum á þinni líðan!

Hafir þú frekar áhuga á að ræða við sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, kvíða, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um þunglyndi

Þunglyndi

Miðlungs einkenni

Niðurstöður benda til miðlungs þunglyndiseinkenna. Svör þín benda til að þú finnir fyrir algengum einkennum þunglyndis, eins og depurð, áhugaleysi eða ánægjuleysi, sem geta haft talsverð áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við þunglyndi hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr óhjálplegum hugsunum og auka virkni í daglegu lífi. Markmiðið er að þú náir betri tökum á þinni líðan!

Hafir þú frekar áhuga á að ræða við sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, kvíða, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um þunglyndi

Þunglyndi

Mikil einkenni

Niðurstöður benda til alvarlegra þunglyndiseinkenna. Svör þín benda til að þú finnir oft fyrir algengum einkennum þunglyndis, eins og depurð, áhugaleysi eða ánægjuleysi, sem geta haft mikil áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mikilvægt er að þú leitir þér aðstoðar til að draga úr þunglyndiseinkennum. Tíu tíma stöðluð meðferð við þunglyndi hjá Mín líðan hentar þér ekki þar sem hún er ætluð þeim sem glíma við væg til miðlungs einkenni þunglyndis.

Mælt er með fjarviðtölum hjá Mín líðan en í þeim lærir þú að brjóta upp vítahring þunglyndis með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er einnig hægt að fá aðstoð við annars konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um þunglyndi

Kvíði

Engin einkenni

Niðurstöður benda til einkenna innan eðlilegra marka. Svör þín benda til að þú finnir ekki fyrir algengum einkennum kvíða í daglegu lífi.

Tíu tíma stöðluð meðferð við kvíða hjá Mín líðan gæti þó gagnast þér, en í henni lærir þú gagnlegar aðferðir sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Aðferðirnar geta hjálpað þér að bæta andlega líðan og minnka líkur á kvíða í framtíðinni.

Ekki er talin þörf á fjarviðtölum hjá Mín líðan, en þau gætu gagnast þér hafir þú áhuga á að bæta þína líðan með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um kvíða

Kvíði

Væg einkenni

Niðurstöður benda til vægra kvíðaeinkenna. Svör þín benda til að stundum finnir þú fyrir algengum einkennum kvíða sem geta haft minniháttar áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við kvíða hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr óhjálplegum hugsunum og takast á við kvíðavekjandi aðstæður. Markmiðið er að þú náir betri tökum á þinni líðan!

Hafir þú frekar áhuga á að ræða við sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um kvíða

Kvíði

Miðlungs einkenni

Niðurstöður benda til miðlungs kvíðaeinkenna. Svör þín benda til að stundum finnir þú fyrir algengum einkennum kvíða sem geta haft talsverð áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við kvíða hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr óhjálplegum hugsunum og takast á við kvíðavekjandi aðstæður. Markmiðið er að þú náir betri tökum á þinni líðan!

Hafir þú frekar áhuga á að ræða við sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum, félagskvíða og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um kvíða

Kvíði

Mikil einkenni

Niðurstöður benda til mikilla kvíðaeinkenna. Svör þín benda til að þú finnir oft fyrir algengum einkennum kvíða sem geta haft mikil áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með að þú leitir þér aðstoðar til að draga úr kvíðaeinkennum. Tíu tíma stöðluð meðferð við kvíða hjá Mín líðan hentar þér ekki þar sem hún er ætluð þeim sem glíma við væg til miðlungs einkenni kvíða.

Mælt er með fjarviðtölum hjá Mín líðan en í þeim lærir þú að brjóta upp vítahring kvíða með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er einnig hægt að fá aðstoð við annars konar sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um kvíða

Félagskvíði

Engin einkenni

Niðurstöður benda til einkenna innan eðlilegra marka. Svör þín benda til að þú finnir almennt ekki fyrir kvíða í samskiptum við annað fólk og óttist ekki að vera dæmdur á neikvæðan hátt af öðrum.

Tíu tíma stöðluð meðferð við félagskvíða hjá Mín líðan gæti þó gagnast þér, en í henni lærir þú gagnlegar aðferðir sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Aðferðirnar geta hjálpað þér að auka sjálfstraust þitt í samskiptum og minnka líkur á kvíða í félagslegum aðstæðum í framtíðinni.

Ekki er talin þörf á fjarviðtölum hjá Mín líðan, en þau gætu gagnast þér hafir þú áhuga á að bæta þína líðan með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um félagskvíða

Félagskvíði

Væg einkenni

Niðurstöður benda til vægra félagskvíðaeinkenna. Svör þín benda til að þú finnir stundum fyrir kvíða í samskiptum við annað fólk og óttist að vera dæmdur á neikvæðan hátt af öðrum. Kvíðinn getur haft minniháttar áhrif á daglegt líf hjá þér.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við félagskvíða hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að brjóta upp vítahring félagskvíða og fara í aðstæður sem valda þér kvíða. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust í samskiptum!

Hafir þú frekar áhuga á að sjá sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar færðu aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um félagskvíða

Félagskvíði

Miðlungs einkenni

Niðurstöður benda til miðlungs félagskvíðaeinkenna. Svör þín benda til að þú finnir fyrir kvíða í samskiptum við annað fólk og óttist að vera dæmdur á neikvæðan hátt af öðrum. Kvíðinn getur haft talsverð áhrif á þig í daglegu lífi.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við félagskvíða hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að brjóta upp vítahring félagskvíða og fara í aðstæður sem valda þér kvíða. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust í samskiptum!

Hafir þú frekar áhuga á að sjá sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar færðu aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um félagskvíða

Félagskvíði

Mikil einkenni

Niðurstöður benda til alvarlegra félagskvíðaeinkenna. Svör þín benda til að þú finnir oft fyrir kvíða í samskiptum við annað fólk og óttist að vera dæmdur á neikvæðan hátt af öðrum. Kvíðinn getur haft mikil áhrif á þig í daglegu lífi.

Mikilvægt er að þú leitir þér aðstoðar til að draga úr félagskvíðaeinkennum. Tíu tíma stöðluð meðferð við félagskvíða hjá Mín líðan hentar þér ekki þar sem hún er ætluð þeim sem glíma við væg til miðlungs einkenni félagskvíða.

Mælt er með fjarviðtölum hjá Mín líðan en í þeim lærir þú að brjóta upp vítahring félagskvíða með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er einnig hægt að fá aðstoð við annars konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu, áhyggjum og lágu sjálfsmati.

Fræðsla um félagskvíða

Lágt sjálfsmat

Engin einkenni

Niðurstöður benda til einkenna innan eðlilegra marka. Svör þín benda til að sjálfstraust þitt sé mjög gott. Þau benda til að almennt líði þér vel með sjálfa(n) þig og eigir auðvelt með að sjá jákvæða eiginleika í þínu fari.

Tíu tíma stöðluð meðferð við lágu sjálfsmati hjá Mín líðan gæti þó gagnast þér, en í henni lærir þú gagnlegar aðferðir sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Aðferðirnar geta hjálpað þér að auka sjálfstraust þitt enn frekar og bæta andlega líðan.

Ekki er talin þörf á fjarviðtölum hjá Mín líðan, en þau gætu gagnast þér hafir þú áhuga á að bæta þína líðan með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við sálrænum vanda, s.s. lágu sjálfsmati, þunglyndi, kvíða, streitu og áhyggjum.

Fræðsla um lágt sjálfsmat

Lágt sjálfsmat

Væg einkenni

Niðurstöður benda til lítilla einkenna lágs sjálfsmats. Svör þín benda til að sjálfstraust þitt sé ágætt, en stundum sértu óánægð(ur) með sjálfa(n) þig og eigir í einhverjum tilfellum erfitt með að sjá jákvæða eiginleika í þínu fari.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við lágu sjálfsmati hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr sjálfsgagnrýni, endurmeta neikvæð viðhorf og koma auga á jákvæða eiginleika í þínu fari. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust!

Hafir þú frekar áhuga á að sjá sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar færðu aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu og áhyggjum.

Fræðsla um lágt sjálfsmat

Lágt sjálfsmat

Miðlungs einkenni

Niðurstöður benda til miðlungs einkenna lágs sjálfsmats. Svör þín benda til að sjálfstraust þitt sé lítið, þú sért oft óánægð(ur) með sjálfa(n) þig og eigir erfitt með að sjá jákvæða eiginleika í þínu fari.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við lágu sjálfsmati hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr sjálfsgagnrýni, endurmeta neikvæð viðhorf og koma auga á jákvæða eiginleika í þínu fari. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust!

Hafir þú frekar áhuga á að sjá sálfræðing augliti til auglitis er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan. Þar færðu aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, streitu og áhyggjum.

Fræðsla um lágt sjálfsmat

Lágt sjálfsmat

Mikil einkenni

Niðurstöður benda til mikilla einkenna lágs sjálfsmats. Svör þín benda til að sjálfstraust þitt sé ekki gott, þú sért mjög oft óánægð(ur) með sjálfa(n) þig og eigir erfitt með að sjá jákvæða eiginleika í þínu fari.

Mælt er með 10 tíma staðlaðri meðferð við lágu sjálfsmati hjá Mín líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr sjálfsgagnrýni, endurmeta neikvæð viðhorf og koma auga á jákvæða eiginleika í þínu fari. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan og öðlist aukið sjálfstraust!

Einnig er mælt með fjarviðtölum hjá Mín líðan en í þeim lærir þú að brjóta upp vítahring lágs sjálfsmats með aðstoð sálfræðings. Í fjarviðtölum er einnig hægt að fá aðstoð við annars konar sálrænum vanda, s.s. þunglyndi, kvíða, streitu og áhyggjum.

Fræðsla um lágt sjálfsmat