Heilsukvíði | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er heilsukvíði?

Heilsukvíði

Eðlilegt er að hafa áhyggjur af heilsu sinni öðru hvoru, sérstaklega þegar við erum alvarlega veik. Ef slíkar áhyggjur eru viðvarandi, þær eru meiri en aðstæður gefa tilefni til og þær trufla daglegt líf getur verið um heilsukvíða að ræða. Heilsukvíði felur í sér miklar áhyggjur af eigin heilsufari og ótta við að vera með alvarlegan sjúkdóm sem ekki hefur tekist að greina. Fólk eyðir miklum tíma í að hafa áhyggjur af því hvort það sé veikt eða að veikjast. Stundum hefur fólk áhyggjur af því að vera með eða þróa með sér ákveðinn sjúkdóm, t.d. krabbamein, Alzheimer, MS-sjúkdóm, geðröskun eða það sé að fá hjartaáfall. Breytilegt getur verið hvaða sjúkdóm fólk óttast hverju sinni. Í öðrum tilfellum hefur fólk almennar áhyggjur af eigin heilsufari.

Þegar fólk er með heilsukvíða einbeitir það sér að líkama sínum yfir daginn (eða skoðar líkamann reglulega) og verður vart við líkamleg einkenni sem það telur benda til að eitthvað sé að. Fólk sækist eftir hughreystingu annarra (t.d. vina eða fjölskyldumeðlima) og eru tíðar læknisferðir algengar. Oft á fólk erfitt með að trúa læknum þegar þeir segja að ekkert ami að. Fólk eyðir miklum tíma í að leita að heilsutengdum upplýsingum (t.d. á netinu). Það getur forðast allt sem tengist alvarlegum sjúkdómum (t.d. forðast að horfa á þætti með læknum eða ræða við fólk sem er haldið sjúkdómi) og hegðar sér oft eins og það sé raunverulega veikt (t.d. forðast líkamlega áreynslu). Heilsukvíði getur valdið einkennum eins og höfuðverk, örum hjartslætti, doða, svima, hjartsláttarbreytingum, meltingartruflunum, ógleði o.fl. sem fólk telur vera merki um veikindi, þrátt fyrir um meinlaus líkamleg einkenni sé að ræða.

Dragðu úr heilsukvíða með aðstoð sálfræðings

Hvernig getum við hjálpað þér?

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum heilsukvíða með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum kvíða (t.d. heilsukvíða, félagskvíða, almenns kvíða og ofsakvíða), þunglyndislágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum heilsukvíða. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við flestum gerðum sálræns vanda.

Í sálfræðimeðferð hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring heilsukvíða, skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.