Svefnvandi barna | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað felur svefnvandi barna í sér?

Svefnvandi barna

Svefn hefur áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Það er því mikilvægt að leggja strax góðan grunn að heilbrigðum svefnvenjum hjá börnum. Það sem einkennir góðan svefn er: 

  • Barnið er fljótt að sofna eftir að komið er í rúmið (15 mín)
  • Barnið sefur vel yfir nóttina án þess að vakna
  • Barnið á auðvelt með að fara á fætur og er ekki þreytt yfir daginn

Algengustu svefnvandamálin eru: 

  • Barnið er lengi að sofna á kvöldin
  • Barnið sýnir mótþróa við að fara í rúmið
  • Barnið vaknar á nóttunni eða of snemma á morgnana

Svefnleysi eða léleg gæði svefns getur haft mikil áhrif á líðan og þroska. Barn sem sefur illa líður síður vel yfir daginn. Stundum sýna þessi börn áberandi þreytumerki en stundum eru einkennin minna augljós og birtast í pirringi, erfiðleikum með einbeitingu og að fylgja fyrirmælum. Auk þess getur krefjandi hegðun aukist til muna ásamt því að barnið á erfiðara með að læra nýja hluti. Svefnvandi barnsins hefur líka áhrif á svefn foreldra og líðan þeirra. Talið er að um 20% allra barna eigi við svefnvanda að stríða á einhverjum tímapunkti. Langvarandi svefnvandi lagast yfirleitt ekki að sjálfu sér heldur krefst íhlutunar, það er svefnþjálfunar. 

Áður en svefnþjálfun hefst er mikilvægt að útiloka mögulegar líffræðilega ástæður fyrir svefnvandanum, svo sem veikindi, líkamleg óþægindi, hægðatregðu, hormónaójafnvægi eða annað sem krefst læknishjálpar. Stundum er lyfjameðferð notuð samhliða svefnþjálfun ef vandinn leysist ekki. 

VILTU BÓKA VIÐTAL HJÁ SVEFNRÁÐGJAFA?

Svefnráðgjöf á netinu

Mín líðan býður upp á svefnráðgjöf fyrir foreldra barna á aldrinum 0-7 ára. Svefnráðgjöfin fer fram með fjarviðtölum, þ.e. þú átt samskipti við svefnráðgjafa augliti til auglitis í gegnum netið.

Svefnráðgjafi Mín líðan hefur víðtæka reynslu af því að vinna með svefnvanda ungra barna með og án þroskafrávika sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin, vakna á nóttunni, vakna of snemma á morgnana eða vilja ekki fara í háttinn. Svefnráðgjafi Mín líðan veitir þér góða og persónulega þjónustu.

Matsviðtal í svefnráðgjöf kostar 17.000 kr. (60 mín). Annað viðtalið kostar kostar 17.000 kr. (60 mín), það þriðja kostar 10.000 kr. (30 mín) og hver stöðufundur eftir það 5.000 kr. (15 mín).

Hvernig bóka ég svefnráðgjöf?

Óskaðu eftir viðtali

Þú getur lesið um svefnráðgjafa Mín líðan með því að ýta á græna hnappinn. Þar getur þú óskað eftir tíma í svefnráðgjöf.

Bókaðu viðtal

Svefnráðgjafinn hefur samband við þig í gegnum tölvupóst og þið finnið tíma fyrir fyrsta viðtalið í svefnráðgjöf.

Mættu í viðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og hefur fjarviðtalið með þínum svefnráðgjafa.