Átröskun | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er átröskun?

Átröskun

Átröskun er langvinnur geðsjúkdómur sem einkennist af alvarlegri og viðvarandi truflun á mataræði. Undir heitinu átröskun falla nokkrir geðsjúkdómar (sjá nánar hér fyrir neðan). Um er að ræða samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa áhrif á hver annan. Átröskun getur haft miklar líkamlegar afleiðingar og í sumum tilfellum leitt til dauða. Sálrænu áhrif átröskunar eru m.a. erfiðar hugsanir (t.d. truflun á sjálfsmynd) og neikvæðar tilfinningar (t.d. kvíði og þunglyndi). Flest fólk með átröskun er yfirleitt í kjörþyngd og jafnvel yfir kjörþyngd. Algengast er að ungar konur glími við átraskanir, þó að þær geti komið fram hjá öllum kynjum og aldurshópum. Til eru mismunandi gerðir átraskana og eru helstu flokkarnir eftirfarandi:

  • Lystarstol (anorexia nervosa): Einkennist af mikilli hræðslu við að þyngjast, þó að fólk sé í undirþyngd. Algengt er að fólk fari í megrun sem verður að sjálfsvelti eða noti aðrar aðferðir til að grenna sig.
  • Lotugræðgi (bulimia nervosa): Einkennist af endurteknum tímabilum þar sem fólk borðar óhóflegt magn af mat á stuttum tíma. Eftir að matur hefur verið borðaður er algengt að fólk finni fyrir þunglyndi eða samviskubiti og reyni að losa sig við hitaeiningarnar (t.d. með uppköstum eða hægðalosandi lyfjum) til að koma í veg fyrir að þyngjast.
  • Lotuofát / átkastaröskun (binge eating disorder): Einkennist af endurteknum, stjórnlausum átköstum þar sem mikils magsn matar er neytt á stuttum tíma. Ekki eru notaðar losunaraðferðir til að losa sig við hitaeiningar.
  • Sértæk átröskun (ARFID): Einkennist af því að fólk neytir ekki ákveðins matar vegna áferðar, lyktar, litar eða hitastigs. Markmiðið er ekki að grennast eða hafa stjórn á aðstæðum, heldur getur fólk ekki borðað eitthvað.

 

 

Algeng einkenni átraskana

Upptekin af mataræði

Takmörkun á matarinntöku

Óþægindi að borða með öðrum

Að einangra sig

Áhyggjur af útliti

Miklar skapsveiflur

Þyngdarbreyting

Magavandamál

Óreglulegar blæðingar

Svimi og yfirlið

Að vera sífellt kalt

Svefnvandamál

Tannvandamál

Húð- og hárvandamál

Erfiðleikar með einbeitingu

Máttleysi í vöðvum

Skert ónæmiskerfi

Lágur blóðþrýstingur

Dragðu úr einkennum átröskunar með aðstoð sálfræðings

Hvernig getum við hjálpað þér?

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum átröskunar með fjarviðtölum (svo framarlega sem einkennin eru væg, annars er mælt með staðviðtölum).  Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum kvíða (t.d. ofsakvíða, félagskvíða, almenns kvíða og heilsukvíða), þunglyndislágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum kvíðakasta. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við flestum gerðum sálræns vanda.

Í sálfræðimeðferð hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring átröskunarinnar, skoðað er hvaða þættir viðhalda henni og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.