Sértæk fælni | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er sértæk fælni?

Sértæk fælni

Sértæki fælni (einnig þekkt sem fóbía í daglegu tali) felur í sér ótta við afmarkað fyrirbæri eða aðstæður (t.d. dýr, blóð, sprautur og háar byggingar). Fólk finnur fyrir mjög miklum kvíða þegar það er í návígi við það sem það óttast, þó það viti að óttinn er órökréttur. Fólk gerir oft ýmislegt til að forðast það sem það hræðist. Kvíðinn er ekki í samræmi við raunverulega hættu, hefur truflandi áhrif á daglegt líf og veldur verulegu uppnámi. Oft er talað um fimm gerðir sértækrar fælni:

  • Dýrafælni: T.d. snákar, mýs, hundar, kettir, köngulær og skordýr.
  • Náttúru- og umhverfisfælni: T.d. að vera í mikilli hæð, þrumuveður, illviðri, myrkur og vatn.
  • Blóð-, sprautu- og slysafælni: T.d. að sjá blóð, fá sprautu, slasast, fara til læknis eða tannlæknis og fara á spítala.
  • Aðstæðubundin fælni: T.d. flugvél, rúta, bíll, lest, lyfta, göng, brýr og fjölmennir staðir.
  • Annars konar fælni: T.d. köfnun, æla, há hljóð og trúðar.

Dragðu úr sértækri fælni með aðstoð sálfræðings

Hvernig getum við hjálpað þér?

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum sértækrar fælni með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum kvíða (t.d. sértækrar fælni, félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), þunglyndislágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum sértækrar fælni. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við flestum gerðum sálræns vanda.

Í sálfræðimeðferð hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring sértækrar fælni, skoðað er hvaða þættir viðhalda henni og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.