Fæðingarþunglyndi | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er fæðingarþunglyndi?

Fæðingarþunglyndi

Fæðingarþunglyndi er skilgreint sem þunglyndi eftir fæðingu barns. Það kemur ekki aðeins fram hjá mæðrum, fæðingarþunglyndi feðra er einnig þekkt. Talið er að um 10-15% kvenna finni fyrir fæðingarþunglyndi og er það því frekar algengt. Í daglegu tali er talað um "fæðingarþunglyndi" en réttast væri að tala um þunglyndi eftir fæðingu.

Breytingar geta orðið á andlegri líðan eftir fæðingu og er eðlilegt að konur upplifi sængurkvennagrátur. Sængurkvennagrátur einkennist m.a. af tilfinningum eins og depurð, kvíða og pirringi. Önnur einkenni fela í sér grátköst, svefnleysi og erfiðleika með einbeitingu. Yfirleitt kemur sængurkvennagrátur fram 2-3 dögum eftir fæðingu og stendur yfir í hámark tvær vikur. Ef einkennin eru til staðar í meira en tvær vikur er ástæða til að skoða hvort um þunglyndi eftir fæðingu sé að ræða, en mörkin á milli geta verið óljós.

Fæðingarþunglyndi getur komið fram hvenær sem er á fyrsta árinu eftir fæðingu barns. Einkenni þunglyndis eftir fæðingu geta verið þau sömu og þegar um sængurkvennagrát er að ræða, en teljast alvarlegri og vara líka lengur. Einkenni fæðingarþunglyndis sem mæður finna fyrir frekar en aðrar konur sem eru með þunglyndi eru:

Svefnerfiðleikar

Yfirleitt er um svefnleysi að ræða, en einnig getur verið erfitt að sofna eða vaknað er fyrr en venjulega.

Kvíði og áhyggjur

Kvíðanum geta fylgt óþægileg líkamleg einkenni (t.d. ör hjartsláttur, sviti og skjálfti).

Pirringur og reiði

Þráðurinn getur verið styttri og lítið þarf til að pirringur og reiði komi fram.

Grátköst

Meiri grátur en venjulega.

Sektar- og vanmáttarkennd

Sektarkennd, sjálfsgagnrýni og finnast maður vera einskis virði.

Áhugaleysi gagnvart barni

Áhugaleysi gagnvart barninu og/eða erfiðleikar með að tengjast því.

Önnur algeng einkenni þunglyndis

Viðvarandi depurð

Viðvarandi depurð eða þungt skap.

Áhuga- eða ánægjuleysi

Áhugaleysi og/eða ánægjuleysi gagnvart hlutum sem vöktu áður áhuga eða veittu ánægju.

Breyting á matarlyst

Breytingar geta orðið á matarlyst, en oftast er um lystarleysi að ræða.

Þreyta og orkuleysi

Að vera þreyttur mestallan daginn og finnast erfitt að framkvæma hluti sem áður voru auðveldir.

Minni virkni

Hætta að gera hluti sem áður veittu ánægju. Hætta að sinna skyldum. Algengt er að fólk einangri sig frá öðrum.

Erfiðleikar með einbeitingu

Eiga erfitt með að halda einbeitingu og finnast erfitt að taka ákvarðanir.

Óþægilegar hugsanir

Ýmsar óþægilegar hugsanir geta komið í hugann, t.d. hugsanir um að skaða barnið.

 

Margar konur átta sig ekki á að þær eru með einkenni þunglyndis þar sem það getur þróast yfir langan tíma. Í mörgum tilfellum minnka einkenni þunglyndis eftir fæðingu 2-6 mánuðum eftir fæðinguna án þess að grípa þurfi inn í. Í öðrum tilfellum getur verið gott að leita sér aðstoðar sálfræðings.

 

VILTU RÆÐA VIÐ SÁLFRÆÐING AUGLITI TIL AUGLITIS?

Sálfræðiviðtöl á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum þunglyndis með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum þunglyndis, kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), lágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum fæðingarþunglyndis. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við einkennum þunglyndis.

Í sálfræðiviðtölum hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring þunglyndis, skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Bókaðu fyrsta sálfræðiviðtalið strax í dag

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.