Hvað er berskjöldunarmeðferð?
Berskjöldunarmeðferð
Berskjöldunarmeðferð (exposure therapy) felur í sér aðferðir berskjöldunar og slokknunar. Berskjöldun og slokknun (exposure and response prevention) byggja á gagnreyndum aðferðum þar sem einstaklingurinn lærir að sleppa tökunum á kvíðaeinkennum og hætta að forðast eigin vanlíðan í augnablikinu. Sálfræðingurinn hjálpar einstaklingnum að forðast ekki erfiða upplifun heldur að vera opinn fyrir og leyfa óþægilegum tilfinningum, hugsunum og líkamlegum einkennum að koma og fara. Farið er í gegnum hvernig við reynum að hafa stjórn á lífinu með forðun og hvernig forðunarhegðun færir okkur frá því lífi sem við viljum lifa og eykur, á sama tíma, þá vanlíðan sem er fyrir.