Hver eru einkenni kvíða?
Kvíði einkenni
Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu. Óhjálplegur kvíði er viðvarandi, truflar daglegt líf og felur í sér ástæðulausan ótta. Þess konar kvíði virðist oft óleysanlegur og við upplifum að við höfum ekki stjórn á honum.
Þegar við teljum okkur vera í hættu bregst líkami okkar við og undirbýr okkur til að takast á við hættuna. Þetta lífeðlisfræðilega viðbragð kallast berjast eða flýja viðbragðið (fight-or-flight response). Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum getum við barist (þ.e. tekist á við óttann) eða flúið (þ.e. forðast óttann). Líkamsstarfsemi okkar breytist og líkaminn framleiðir streituhormón sem leiðir til þess að viðð upplifum ýmis líkamleg einkenni sem þjóna mikilvægum tilgangi, gefa okkur orku og eiga að hjálpa okkur að takast á við hættulegar aðstæður. Þessi líkamlegu einkenni eru meinlaus en geta valdið okkur óþægindum.