Kvíði einkenni | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hver eru einkenni kvíða?

Kvíði einkenni

Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu. Óhjálplegur kvíði er viðvarandi, truflar daglegt líf og felur í sér ástæðulausan ótta. Þess konar kvíði virðist oft óleysanlegur og við upplifum að við höfum ekki stjórn á honum.

Þegar við teljum okkur vera í hættu bregst líkami okkar við og undirbýr okkur til að takast á við hættuna. Þetta lífeðlisfræðilega viðbragð kallast berjast eða flýja viðbragðið (fight-or-flight response). Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum getum við barist (þ.e. tekist á við óttann) eða flúið (þ.e. forðast óttann). Líkamsstarfsemi okkar breytist og líkaminn framleiðir streituhormón sem leiðir til þess að viðð upplifum ýmis líkamleg einkenni sem þjóna mikilvægum tilgangi, gefa okkur orku og eiga að hjálpa okkur að takast á við hættulegar aðstæður. Þessi líkamlegu einkenni eru meinlaus en geta valdið okkur óþægindum. 

Algeng einkenni kvíða

Ör hjartsláttur

Hjartað slær hraðar sem leiðir til þess að blóðið rennur hraðar um æðar okkar sem gefur okkur meiri orku.

Doði eða kuldi í höndum/fótum

Blóðið fer úr ystu útlimunum (fingrum og tám) og andlitinu og færist til stóru vöðvanna. Okkur getur þá orðið kalt á útlimunum.

Ör öndun

Öndunin verður hraðari (og oft grynnri) svo súrefnisupptaka líkamans aukist og við fáum meiri orku. Það getur leitt til oföndunar, andþyngsla, svima, brjóstverks, kökk í hálsi, köfnunartilfinningar og erfiðleika með að kyngja.

Vöðvaspenna

Vöðvarnir spennast svo við getum verið fljótari að bregðast við. Við stífnum oft í öxlunum, finnum fyrir titringi eða skjálfta, fáum hausverk eða finnum fyrir öðrum verkjum.

Sviti

Við svitnum svo að líkaminn geti kælt sig. Þess vegna finnum við oft kulda- eða hitahroll eða svitnum í lófunum.

Meltingartruflanir

Blóðið fer frá meltingarkerfinu og til stóru vöðvanna sem getur leitt til munnþurrks, ógleði, fiðrings í maganum eða niðurgangs.

Einbeitingarerfiðleikar

Skynfærin skerpast og við erum meira á verði sem getur leitt til sjóntruflana. Athyglin fer að hættunni og hugsunin verður hraðari sem hjálpar okkur að taka hraðar ákvarðanir. Því getur verið erfitt að einbeita sér að öðru.

Önnur einkenni

Þreyta, svefnerfiðleikar, máttleysi, skjálfandi rödd, spennt raddbönd, roði, tíð þvaglát og​ minni kynhvöt. Að auki getur fólk fundið fyrir depurð og pirringi.

TAKTU FYRSTA SKREFIÐ Í ÁTT AÐ BETRLI LÍÐAN

10 tíma sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við vægum til miðlungs einkennum kvíða. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

39.900 kr.

fyrir meðferðina

14.500kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.

Dragðu úr kvíða með aðstoð sálfræðings

Hvernig getum við hjálpað þér?

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum kvíða með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), þunglyndislágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum kvíða. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við einkennum kvíða.

Í sálfræðiviðtölum hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring kvíða, skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.