Námskeið við streitu | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

STREITUSTJÓRNUN - NÁÐU TÖKUM Á STREITUNNI!

Námskeið við streitu

Mín líðan býður upp á 5 tíma námskeið á netinu við einkennum streitu. Þú lærir árangursríkar aðferðir til að draga úr streitu í daglegu lífi. Á námskeiðinu lærir þú að takast á við streitu, hugsa vel um sjálfa(n) þig og auka vellíðan. Þú lærir m.a. að hætta að fresta hlutum, gera minni kröfur til þín og lærir ýmsar slökunaraðferðir. Tímarnir samanstanda af fræðslu, æfingum, spurningalistum og verkefnabók. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir námskeiðstímann. Markmiðið er að þú náir tökum á streitunni!

19.900 kr.

fyrir námskeiðið

11.150 kr./mán.

Í tvo mánuði.
Heildargreiðsla: 22.300 kr.

NETNÁMSKEIÐ VIÐ STREITU HJÁ MÍN LÍÐAN

Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

1. Fræðsla
Þú lærir hagnýtar aðferðir sem hjálpar þér að draga úr streitu og öðlast aukna hugarró.
  • Námskeiðið inniheldur 5 tíma
  • Hver tími tekur 30–60 mínútur í yfirferð
  • Námskeiðið er opið í 10 vikur frá kaupum
2. Æfingar
Þú gerir æfingar sem hjálpa þér að tileinka þér þær aðferðir sem farið er yfir í fræðslunni.
  • Þú gerir æfingarnar þegar þér hentar
3. Skilaboð
Sálfræðingur þinn er þér ávallt innan handar. Þú getur sent honum skilaboð til að fá þá aðstoð og þann stuðning sem hentar þér.
  • Skilaboðum er yfirleitt svarað samdægurs
  • Skilaboðin eru send á milli í skrifuðum texta
4. Spurningalistar
Þú svarar stöðluðum spurningalistum þrisvar sinnum yfir námskeiðið til að meta árangur þinn.
  • Í byrjun hvers tíma metur þú einnig þína líðan á bilinu 0-10 og fylgist með framvindunni
5. Verkefnabók
Í lok hvers tíma færðu aðgang að verkefnabók með efni tímans.

Hvernig lærir þú að draga úr streitunni?

Námskeiðið hjálpar þér að:

Þekkja helstu einkenni streitu

Þú lærir hvað streita felur í sér og hvers vegna þú finnur fyrir henni í daglegu lífi.

Brjóta upp vítahring streitu

Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér að brjóta upp þann vítahring sem þú ert í.

Breyta neikvæðum hugsunarhætti

Þú lærir að koma auga á óhjálplegar hugsanir og sjá þær út frá nýju sjónarhorni.

Breyta óhjálplegri hegðun

Þú lærir m.a. að hætta að fresta hlutum, gera minni kröfur til þín og lærir ýmsar slökunaraðferðir.

NETNÁMSKEIÐ VIÐ STREITU

Náðu tökum á streitunni!

Þeir sem finna fyrir streitu eiga oft erfitt með að taka fyrsta skrefið. Oft veit fólk ekki hvernig það á að fara að því að draga úr streitunni. Námskeið á netinu við streitu er frábær kostur til að byrja að minnka streituna. Það skiptir ekki máli hvort þú finnir fyrir streitu i í ákveðnum aðstæðum eða almennt í daglegu lífi, námskeiðið getur verið þægileg leið til að stíga fyrsta skrefið í átt að betri líðan. Á námskeiðinu lærir þú að brjóta upp vítahring streitu sem felur m.a. í sér að gera minni kröfur til sín og gefa sér tíma til að slaka á. Markmiðið er að þú náir tökum á streitunni!