Laufey Ásta Guðmundsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Laufey Ásta Guðmundsdóttir

Laufey Ásta er sálfræðingur hjá Mín líðan og sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum. Laufey beitir aðeins gagnreyndum aðferðum í meðferð og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða ungmenni og ungt fólk sem glímir við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og erfiðleika í félagslegum samskiptum. Hún veitir einnig foreldrum uppeldisráðgjöf.

Sérfræði- og áhugasvið

Laufey beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Laufey veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða börn, ungmenni og fullorðna á aldrinum 12-35 ára sem glímir við kvíða (s.s. félagskvíða, sértæka fælni og almennan kvíða), þunglyndi, lágt sjálfsmat og erfiðleika í félagslegum samskiptum. Laufey veitir einnig foreldrum ráðgjöf við uppeldi.

Menntun og starfsreynsla

Laufey er löggildur sálfræðingur og lauk Cand. Psych námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020. Hún fékk starfsþjálfun hjá Reykjalundi þar sem hún veitti einstaklings- og hópmeðferð og hjá Sálfræðihúsinu þar sem hún sinnti hlutverki skólasálfræðings í Flensborg og sá m.a. um að vísa nemendum í viðeigandi úrræði. Hún hélt þar einnig námskeið fyrir nemendur með prófkvíða og kvíða við að flytja fyrirlestur. Að lokum fékk Laufey starfsþjálfun hjá Þroska- og hegðunarstöð þar sem hún lærði um greiningarferli barna með ADHD, kvíða og/eða einhverfu. Laufey hefur reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum, en hún starfaði áður sem leiðbeinandi í sumarbúðum Mundo og sem inntökustjóri hjá Þroska- og hegðunarstöð þar sem hún sá m.a. um inntöku nýrra tilvísana.

Laufey hefur réttindi til að kenna leiðbeinanda- og ráðgjafanámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, sem m.a. er veitt á heilsugæslunni. Laufey hefur einnig reynslu af námskeiðinu Vinasmiðjan, sem er félagsfærninámskeið fyrir 10-12 ára börn sem greinst hafa með einhverfu.

Rannsóknir og greinar

  • Könnun á áliti heimilislækna á Hreyfiseðlum.
  • Rannsókn til að meta árangur af Vinasmiðjunni, félagsfærninámskeiði fyrir börn á einhverfurófi.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Laufeyju með því að senda tölvupóst á laufey@minlidan.is.