Ingibjörg Erla Jónsdóttir | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Ingibjörg Erla Jónsdóttir

Ingibjörg Erla er sálfræðingur hjá Mín líðan og sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum. Ingibjörg notar gagnreyndar aðferðir í meðferð og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við streitu/kulnun, þunglyndi, lágt sjálfsmat og kvíða.

Sérfræði- og áhugasvið

Ingibjörg Erla er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Ingibjörg beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Ingibjörg Erla veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við einkenni streitu/kulnunar, þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats.

Menntun og starfsreynsla

Ingibjörg Erla hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2019 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Hún starfaði áður hjá móttökugeðdeild geðsviðs Landspítalans þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á flóknum geðrænum vanda hjá fullorðnum og starfaði einnig hjá Barnavernd Reykjavíkur sem uppeldis- og meðferðarfulltrúi. Samhliða starfi sínu hjá Mín líðan starfar Ingibjörg Erla hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Ingibjörg Erla lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og er nú að ljúka MS í vinnusálfræði við Vrije University í Amsterdam.

Rannsóknir og greinar

  • Sexual abuse, alcohol consumption, and life satisfaction among Icelandic adolescents: The effects of gender and social support.
  • The Role of High-Level Vision in Reading Ability: Is Visual Expertise an Instrumental Factor in Reading?
  • The Mediating Effect of Prestige-based Leadership Style on the Relationship Between Gender and Team Cohesion.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Ingibjörgu Erlu með því að senda tölvupóst á ingibjorgerla@minlidan.is.