Gyða Dögg Einarsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Gyða Dögg Einarsdóttir

Gyða Dögg er sálfræðingur hjá Mín líðan og sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá fullorðnum. Gyða hefur nokkurra ára reynslu af meðferðarvinnu með fullorðnum og fékk góða starfsreynslu við nám sitt í Bandaríkjunum. Gyða notar gagnreyndar aðferðir í meðferð og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða, áfallastreitu, lágt sjálfsmat og einkenni þunglyndis.

Sérfræði- og áhugasvið

Gyða beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún hefur góða reynslu af hugrænni úrvinnslumeðferð (cognitive processing therapy; CPT) sem er notuð til að takast á við áföll og erfiðar minningar. Gyða veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við áfallastreitu, kvíðaraskanir, lágt sjálfsmat og þunglyndi

Menntun og starfsreynsla

Gyða hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2016. Hún lauk M.Sc. í klínískri sálfræði frá Eastern Michigan University árið 2013. Hún fékk starfsþjálfun hjá The Guidance Center í Michigan þar sem hún sinnti meðferð fullorðinna við einkennum kvíða, þunglyndis, geðklofa og jaðarpersónuleikaröskun (borderline personality disorder) ásamt því að sitja í hópmeðferð fyrir fólk með vímuefnavanda. Hún fékk einnig starfsþjálfun á göngudeild geðsviðs á Landspítala. Þar sinnti hún meðferð á sálrænum vanda fullorðinna og sat í greiningarteymi, sem sinnti greiningu á vanda sjúklinga þegar þeir leituðu fyrst á göngudeild geðsviðs. Hún lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Reykjavík árið 2007.

Gyða hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá 2020 þar sem hún sinnir fjarviðtölum. Áður starfaði hún hjá Domus Mentis geðheilsustöð þar sem hún sinnti greiningu og meðferð sálræns vanda hjá fullorðnum. Hún starfaði einnig hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts þar sem hún veitti foreldrum og starfsfólki á leikskólum í Árbæ og Grafarholti ráðgjöf vegna hegðunarvanda barna.

Rannsóknir og greinar

  • Stuðningur við jákvæða hegðun. Mat á áhrifum íhlutunar í 1.-4. bekk í þremur grunnskólum skólaárið 2010-2011.
  • Sérkennsla í almennum grunnskólum: Menntun kennara og mat á eigin færni.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Gyðu Dögg með því að senda tölvupóst á gyda@minlidan.is.