Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Arnar Ingi Friðriksson

Arnar Ingi starfar sem sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Hann sinnir greiningu og meðferð og beitir gagnreyndum aðferðum til að draga úr sálrænum vanda. Arnar hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða og lágt sjálfsmat.

Sérfræði- og áhugasvið

Reynsla af meðferð snýr aðallega að kvíða, lágu sjálfsmati, reiðivanda og þunglyndi. Arnar hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða og lágt sjálfsmat. Í fyrri störfum hefur Arnar einnig öðlast reynslu í að veita ráðgjöf og fræðslu til foreldra barna með tilfinningavanda. Hann beitir fyrst og fremst hugrænni atferlismeðferð (HAM) til að aðstoða fólk við að draga úr sálrænum vanda.

Menntun og starfsreynsla

Arnar Ingi lauk meistaragráðu úr klínískri sálfræði vorið 2016 og hlaut starfsréttindi sama ár. Hann starfaði áður sem sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þar sem hann sinnti greiningu og meðferð hjá börnum og ungmennum með kvíða, þunglyndi og annan tilfinninga- og/eða hegðunarvanda. Þar áður starfaði hann sem skólasálfræðingur á Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar.

Arnar hefur setið fjöldamörg námskeið, ráðstefnur og vinnustofur og er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.

Rannsóknir

  • Cognitive Function and Social Cognition in Young First-Episode Psychosis Patients
  • The Impact of Optimism and Pessimism on the Creation of False Memories: Gender Differences

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Arnar Inga með því að senda tölvupóst á arnar@minlidan.is.