Þrúður Gunnarsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Þrúður Gunnarsdóttir

Dr. Þrúður sálfræðingur býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga, foreldra og fjölskyldur. Hún hefur sérhæft sig í heildrænni lífsstílsmeðferð sem tengist sálrænum og/eða líkamlegum vanda. Þrúður hefur sérstakan áhuga á lífsstílsmeðferð og meðferð vanda barna, unglinga og fjölskyldna, ekki síðast þegar kemur að skilnaði og flóknum fjölskylduaðstæðum. Hún getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn.

Sérfræði- og áhugasvið

Þrúður sérhæfir sig í lífsstílsmeðferð sem tengist sálrænum og/eða líkamlegum vanda. Í meðferðarvinnu notar Þrúður aðferðir atferlisfræði (behavioral therapy), hugræna atferlisfræði (cognitive behavioral therapy), núvitundar (mindfulness) og ACT (acceptance and commitment therapy). Þrúður hefur birt fjölda rannsóknagreina í ritrýndum tímaritum um meðferð ofþyngdar og breytingar á lífsstíl í tengslum við langvinna sjúkdóma.

Menntun og starfsreynsla

Þrúður hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2009 en hún lauk námi (B.A., M.A. og Ph.D.) frá Háskóla Íslands. Hún fékk starfsþjálfun á geðsviði fullorðinna á Landspítala og á Barnaspítala Hringsins, þar sem hún svo vann fyrstu árin eftir löggildingu. Eftir að Þrúður lauk doktorsnámi fór hún í frekara framhaldsnám (Post Doctoral Training) við University of Colorado, Denver (Anschutz Health and Wellness Center og Children’s Hospital Colorado) þar sem hún sinnti forvarnavinnu, rannsóknum og meðferð of þungra barna, fullorðinna og fjölskyldna. Þaðan lá leiðin til Washington University School of Medicine, St. Louis þar sem hún stýrði þjálfun geðheilbrigðisstarfsfólks í meðferð lífsstílsbreytinga einstaklinga með fjölþættan vanda innan geðheilbrigðiskerfisins í Missouri fylki. Þrúður hefur síðustu ár sinnt rannsóknastörfum og unnið samhliða því sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Þrúður er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.

Rannsóknir

 • Randomized Trial for Weight Loss Using a Digital Therapeutic Application.
 • Incorporating Appetite Awareness Training Within Family-Based Behavioral Treatment of Pediatric Obesity: A Randomized Controlled Pilot Study.
 • Effects of a psychological intervention on the quality of life of obese adolescents under a multidisciplinary treatment.
 • Associations Between Cardiorespiratory Fitness and Overweight With Academic Performance in 12-Year-Old Brazilian Children.
 • Behavioral Weight Loss Treatment in Antipsychotic Treated Youth.
 • Family Chaos and Child Functioning in Relation to Sleep Problems Among Children at Risk for Obesity.
 • Family meals protect against obesity: exploring the mechanisms.
 • Changes in body image and dieting among 16-19-year-old Icelandic students from 2000 to 2010.
 • Family-based behavioral treatment for obese children - results and two year follow up.
 • Home-schooled children are thinner, leaner, and report better diets relative to traditionally schooled children.
 • The role of parental motivation in family-based treatment for childhood obesity.
 • Childhood obesity and co-morbid problems: effects of Epstein's family-based behavioural treatment in an Icelandic sample.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Þrúði með því að senda tölvupóst á thrudur@minlidan.is.