Sigrún Arnardóttir | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Sigrún Arnardóttir

Sigrún er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Sigrún hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við meðvirkni, samskiptavanda, ADHD, lágt sjálfsmat og einkenni þunglyndis og kvíða.

Sérfræði- og áhugasvið

Sigrún er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna. Sigrún hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu og notar aðeins gagnreyndar aðferðir við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Sigrún veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda, en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við meðvirkni, samskiptavanda og einkenni þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats. Sigrún hefur einnig mikla reynslu og áhuga af því að vinna með skjólstæðingum með ADHD einkenni og bæta lífsgæði þeirra. 

Menntun og starfsreynsla

Sigrún hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2014 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Hún starfaði áður hjá Kvíðameðferðarstöðinni, Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Samhliða starfi sínu hjá Mín líðan starfar Sigrún hjá Heilsuklasanum. Hún lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og lauk diplómanámi í Náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2010.

Sigrún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast starfinu, þ.á.m. hefur hún lokið 1. stigi í EMDR (úrvinnslumeðferð við áföllum).

Rannsóknir og greinar

  • Er mælanlegur munur á árangri skjólstæðinga á dagdeild geðsviðs út frá því hvort þeir eru með kvíða eða þunglyndi sem meginorsök vanda.
  • Líðan og lífsgæði foreldra barna með ADHD.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Sigrúnu með því að senda tölvupóst á sigrun@minlidan.is.