Allir upplifa vanlíðan öðru hvoru, til dæmis við sambandsslit, þegar fólk missir vinnuna eða þegar einhver nákominn manni deyr. Að verða dapur við þess konar aðstæður er eðlileg tilfinning sem minnkar yfirleitt með tímanum þegar maður aðlagast breyttum aðstæðum. Eðlilegt er að upplifa depurð öðru hvoru, en ef depurðin er alltaf til staðar getur hún þróast yfir í þunglyndi.
Þunglyndiseinkenni geta verið mjög ólík á milli fólks. Breytilegt er hve mörg einkenni fólk upplifir og hversu alvarleg þau eru. Það sem allir sem upplifa þunglyndi eiga þó sameiginlegt og einkennir þunglyndi er: