Um meðferðina | Mín líðan

Hvernig er meðferðin uppbyggð?

Geðfræðsla

Þú lærir hagnýtar aðferðir sem hjálpa þér að takast á við vanlíðan.

Verkefni og æfingar

Þú gerir æfingar og verkefni sem hjálpa þér að tileinka þér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Þú færð endurgjöf á öll verkefni frá þínum sálfræðingi.

Spurningalistar

Þú fylgist með árangri þínum í gegnum meðferðina.

Meðferðin felur í sér 10 meðferðartíma.

Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta.

Hver meðferðartími tekur 30–60 mínútur í yfirferð.

Þú getur átt samtal við þinn sálfræðing hvenær sem er.

Ný fræðsla, verkefni og/eða æfingar í hverjum tíma.

Þú hefur aðgang að meðferðinni í 14 vikur og sinnir henni á þínum hraða.

Þú getur skoðað meðferðartímana eins oft og þú vilt á meðan áskriftin er í gildi.

Nauðsynlegt er að hafa aðgang að tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Þú fylgist með hvernig þín einkenni breytast í gegnum meðferðina.

Meðferð við þunglyndi

Ert þú með einkenni þunglyndis?

Ef þú telur þig vera með depurðareinkenni er meðferð hjá Mín líðan frábær kostur fyrir þig. Meðferðinni er skipt í 10 tíma sem innihalda fræðslu, verkefni og æfingar. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Í meðferðinni lærir þú að draga úr neikvæðum hugsunarhætti og auka virkni í daglegu lífi. Þú hefur aðgang að þínum sálfræðingi yfir alla meðferðina.

Markmiðið er að þú náir tökum á eigin líðan!

Meðferðin hjálpar þér að

Þekkja einkenni þunglyndis

Brjóta upp vítahring þunglyndis

Breyta neikvæðum hugsunarhætti

Auka virkni í daglegu lífi

Meðferð við félagskvíða

Ert þú með einkenni félagskvíða?

Ef þú telur þig vera með einkenni félagskvíða er meðferð hjá Mín líðan frábær kostur fyrir þig. Meðferðinni er skipt í 10 tíma sem innihalda fræðslu, verkefni og æfingar. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Í meðferðinni lærir þú að minnka kvíða í félagslegum aðstæðum. Þú hefur aðgang að þínum sálfræðingi yfir alla meðferðina.

Markmiðið er að þér líði vel í félagslegum aðstæðum!

Meðferðin hjálpar þér að

Þekkja einkenni félagskvíða

Brjóta upp vítahring félagskvíða

Takast á við kvíða í félagslegum aðstæðum

Hætta að forðast félagslegar aðstæður

Fyrir hverja er meðferðin?

Fólk á öllum aldri!

Þá sem upplifa væg til miðlungs þunglyndis- eða félagskvíðaeinkenni og vilja draga úr þeim.

Þá sem hafa áður upplifað vanlíðan, upplifa núverandi vanlíðan og þá sem vilja minnka líkur á vanlíðan í framtíðinni.

Þá sem eru tilbúnir að vinna í átt að betri líðan með aðstoð sálfræðings.

Þá sem hafa lokið hefðbundinni sálfræðimeðferð og telja sig þurfa á upprifjun að halda.

Hvað er hugræn atferlismeðferð?

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða. Hún hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri við margs konar vandamálum. HAM byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum þar sem kenndar eru nýjar leiðir til að takast á við andlega vanlíðan. Í HAM lærir þú að draga úr vanlíðan með því að breyta hvernig þú hugsar og hegðar þér. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum NICE (National Institute for Health and Clinical Excellence), sem gefnar eru út af breskum yfirvöldum, er mælt með HAM sem fyrsta meðferðarúrræði við þunglyndi og kvíða.

Hver er munurinn á þessari meðferð og hefðbundinni sálfræðimeðferð?

Hugræn atferlismeðferð á netinu er alveg eins uppbyggð og hefðbundin hugræn atferlismeðferð á stofu hjá sálfræðingi. Eini munurinn er sá að hún felur ekki í sér samskipti augliti til auglitis heldur fara öll samskipti fram í gegnum vefsíðu meðferðarinnar. Þú færð sömu fræðslu og gerir sömu verkefni og æfingar.

Hverjir eru kostir meðferðar á netinu?

Kostir umfram hefðbundna sálfræðimeðferð á stofu hjá sálfræðingi eru margir. Hún er m.a. ódýrari en hefðbundin sálfræðimeðferð á stofu og er því hagkvæmari kostur. Það er enginn biðtími, hægt er að hefja meðferðina strax. Hún er aðgengileg og þægileg í notkun, hægt er að sinna henni hvar og hvenær sem er. Hún er tímasparandi, ekki þarf að taka sér frí frá vinnu/skóla né keyra til sálfræðings.

Niðurgreiðsla hjá stéttarfélögum

Mörg stéttarfélög greiða niður sálfræðimeðferð hjá Minni líðan, m.a.  Bandalag háskólamanna, VR, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Verkfræðingafélag Íslands o.fl. Fáðu nánari upplýsingar hjá þínu stéttarfélagi. 

Virkar sálfræðimeðferð á netinu?

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að:

  1. HAM á netinu er árangursrík við að minnka einkenni þunglyndis og kvíða.
  2. HAM á netinu getur verið jafn árangursrík og hefðbundin HAM á stofu hjá sálfræðingi.
  3. Meðferðarsamband milli skjólstæðings og sálfræðings getur myndast í gegnum netið.

 

Rannsóknir á meðferð á netinu

Andersson, G., Carlbring, P., Holmström, A., Sparthan, E., Furmark, T., Nilsson-Ihrfelt, E., ... og Ekselius, L. (2006). Internet-based self-help with therapist feedback and in vivo group exposure for social phobia: a randomized controlled trial. Journal of consulting and clinical psychology, 74(4), 677-686.;
Andrews, G., Cuijpers, P., Craske, M. G., McEvoy, P., og Titov, N. (2010). Computer therapy for the anxiety and depressive disorders is effective, acceptable and practical health care: a meta-analysis. PloS one, 5(10), e13196.;
Clarke, G., Eubanks, D., Reid, C. K., O'Connor, E., DeBar, L. L., Lynch, F., ... og Gullion, C. (2005). Overcoming Depression on the Internet (ODIN)(2): a randomized trial of a self-help depression skills program with reminders. Journal of medical Internet research, 7(2), e16.;
Cook, J. E. og Doyle, C. (2002). Working alliance in online therapy as compared to face-to-face therapy: Preliminary results. CyberPsychology & Behavior, 5(2), 95-105.;
Furmark, T., Carlbring, P., Hedman, E., Sonnenstein, A., Clevberger, P., Bohman, B., ... og Sparthan, E. (2009). Guided and unguided self-help for social anxiety disorder: randomised controlled trial. The British Journal of Psychiatry, 195(5), 440-447.;
Griffiths, K. M., Farrer, L. og Christensen, H. (2010). The efficacy of internet interventions for depression and anxiety disorders: a review of randomised controlled trials. Medical Journal of Australia, 192(11), S4-S11.;
Hedman, E., Andersson, G., Ljótsson, B., Andersson, E., Rück, C., Mörtberg, E., og Lindefors, N. (2011). Internet-based cognitive behavior therapy vs. cognitive behavioral group therapy for social anxiety disorder: a randomized controlled non-inferiority trial. PloS one, 6(3), e18001.;
Perini, S., Titov, N. og Andrews, G. (2009). Clinician-assisted Internet-based treatment is effective for depression: randomized controlled trial. Australian and New Zealand journal of psychiatry, 43(6), 571-578.;
Proudfoot, J., Ryden, C., Everitt, B., Shapiro, D. A., Goldberg, D., Mann, A., ... og Gray, J. A. (2004). Clinical efficacy of computerised cognitive–behavioural therapy for anxiety and depression in primary care: randomised controlled trial. The British Journal of Psychiatry, 185(1), 46-54.;
Spek, V., Cuijpers, P., Nyklícek, I., Riper, H., Keyzer, J. og Pop, V. (2007). Internet-based cognitive behaviour therapy for symptoms of depression and anxiety: a meta-analysis. Psychological medicine, 37(3), 319-328.;
Titov, N., Andrews, G., Davies, M., McIntyre, K., Robinson, E. og Solley, K. (2010). Internet treatment for depression: a randomized controlled trial comparing clinician vs. technician assistance. PloS one, 5(6), e10939.;
Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.