Hvað er þunglyndi? | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

TAKTU FYRSTA SKREFIÐ Í ÁTT AÐ BETRI LÍÐAN

Meðferð við þunglyndi

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við vægum til miðlungs einkennum þunglyndis. Meðferðartímarnir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar og spurningalista. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

39.900 kr.

fyrir meðferðina

14.500 kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.

HVAÐ ER ÞUNGLYNDI?

Þunglyndi

Allir upplifa vanlíðan öðru hvoru, til dæmis við sambandsslit, þegar fólk missir vinnuna eða þegar einhver nákominn manni deyr. Að verða dapur við þess konar aðstæður er eðlileg tilfinning sem minnkar yfirleitt með tímanum þegar við aðlögumst breyttum aðstæðum. Eðlilegt er að upplifa depurð öðru hvoru, en ef depurðin er alltaf til staðar getur hún þróast yfir í þunglyndi. Þunglyndi er mun alvarlegra ástand heldur en eðlileg depurð. Þunglyndi hefur neikvæð áhrif á hvernig okkur líður, hvernig við hugsum og hvernig við hegðum okkur. Algengt er að fólk eigi í miklum erfiðleikum með að takast á við daglegt líf, forðist samskipti við aðra og einangri sig. Margir finna fyrir vonleysi og eiga erfitt með að sjá tilgang með lífinu. Þunglyndiseinkenni geta verið mjög ólík á milli fólks. Breytilegt er hve mörg einkenni fólk upplifir og hversu alvarleg þau eru. Það sem allir sem upplifa þunglyndi eiga þó sameiginlegt og einkennir þunglyndi er:

Viðvarandi depurð

Viðvarandi depurð, þungt skap eða pirringur.

Áhuga- og/eða ánægjuleysi

Áhugaleysi og/eða ánægjuleysi gagnvart hlutum sem vöktu áður áhuga eða veittu ánægju.

Ert þú með einkenni þunglyndis?

Ert þú oft niðurdregin(n)? Finnst þér erfitt að njóta lífsins? Ertu hætt(ur) að hafa ánægju af því sem þú gerir í daglegu lífi? Svaraðu nokkrum einföldum spurningum og athugaðu hvort sálfræðimeðferð á netinu hjá Mín líðan henti þér!

Önnur algeng einkenni þunglyndis

Neikvæðni

Neikvæðar hugsanir um mann sjálfan, aðra eða framtíðina.

Breyting á matarlyst

Lystarleysi eða ofát. Sumir upplifa þess vegna mikla þyngdarbreytingu.

Svefnerfiðleikar

Að finnast erfitt að sofna eða halda sér sofandi, vakna fyrr en venjulega og geta ekki sofnað aftur eða aukin svefnþörf.

Þreyta og orkuleysi

Að vera þreyttur mestallan daginn og finnast erfitt að framkvæma hluti sem áður voru auðveldir.

Erfiðleikar með einbeitingu

Að eiga erfitt með að halda einbeitingu og finnast erfitt að taka ákvarðanir.

Minniserfiðleikar

Að eiga erfiðara með að muna hluti.

Sjálfsgagnrýni

Sektarkennd, sjálfsgagnrýni og finnast maður vera einskis virði.

Eirðarleysi

Erfiðleikar með að vera kyrr eða að hreyfa sig hægar en venjulega.

Svartsýni og vonleysi

Neikvæðar hugsanir gagnvart framtíðinni, að hafa ekki trú á að neitt gangi upp hjá manni.

Sjálfsvígshugsanir

Að óska þess að maður sé dáinn eða sjálfsvígshugsanir.

Minni virkni

Að hætta að gera hluti sem áður veittu ánægju. Hætta að sinna skyldum. Algengt er að fólk einangri sig frá öðrum.

Minni kynhvöt

Að hafa minni áhuga á að stunda kynlíf og að stunda það sjaldnar.

STAÐREYNDIR UM ÞUNGLYNDI

Gott að vita um þunglyndi

Algengi þunglyndis
Á Íslandi þjást um 12.000—15.000 manns af þunglyndi á hverjum tíma og talið er að um 15—25% fólks finni fyrir þunglyndi einhvern tímann á ævinni.
  • Þú þekkir líklegast einhvern sem hefur fundið fyrir þunglyndi. Þunglyndi hefur áhrif á allt að 350 milljónir manna á hverjum degi.
Hverjir upplifa þunglyndi?
Allir geta fundið fyrir þunglyndi. Þunglyndi kemur fram hjá konum og körlum á öllum aldri, í öllum stéttum og öllum kynþáttum.
  • Konur eru líklegri til að finna fyrir þunglyndi en karlar.
Hvað segja klínískar leiðbeiningar?
Klínískar leiðbeiningar (þ.e. NICE guidelines sem Ísland miðar við) mæla með hugrænni atferlismeðferð á netinu sem fyrsta úrræði við vægum til miðlungs einkennum þunglyndis.
  • Ef einkennin eru alvarleg eða enn til staðar eftir að staðlaðri sálfræðimeðferð á netinu lýkur er mælt með fjarviðtölum eða viðtölum á stofu.

HVERNIG LÆRIR ÞÚ AÐ DRAGA ÚR EINKENNUM ÞUNGLYNDIS?

Sálfræðimeðferð hjálpar þér að:

Þekkja einkenni þunglyndis

Þú lærir hvað þunglyndi felur í sér og lærir að vera meðvitaðri um þín þunglyndiseinkenni.

Brjóta upp vítahring þunglyndis

Þú lærir hvaða aðferðir geta gagnast þér að brjóta upp þann vítahring sem þú ert í.

Breyta neikvæðum hugsunarhætti

Þú lærir að koma auga á óhjálplegar hugsanir og sjá þær út frá nýju sjónarhorni.

Auka virkni þína í daglegu lífi

Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér að takast á við daglegt líf og draga úr félagslegri einangrun.

STÖÐLUÐ SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

Náðu tökum á þinni líðan!

Þeir sem finna fyrir þunglyndi geta átt erfitt með að leita sér aðstoðar sálfræðings vegna depurðar, vonleysis eða framtaksleysis. Sumir upplifa mjög væg depurðareinkenni sem hafa lítil áhrif á daglegt líf og aðrir finna ekki fyrir neinum einkennum, en vilja læra hjálplegar aðferðir til að minnka líkur á einkennum þunglyndis eða læra að hafa betri stjórn á eigin líðan. Hvort sem að þú finnur fyrir vægum einkennum sem hafa lítil áhrif á daglegt líf eða alvarlegri einkennum sem trufla þig mikið í daglegu lífi, getur stöðluð sálfræðimeðferð á netinu verið þægileg leið til að stíga fyrsta skrefið í átt að betri líðan. Í meðferðinni lærir þú m.a. að draga úr neikvæðum hugsunarhætti, auka virkni í daglegu lífi og bæta sjálfstraust þitt. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan!

39.990 kr.

fyrir meðferðina

14.500kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.