Meðferð við kvíða | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

TAKTU FYRSTA SKREFIÐ Í ÁTT AÐ BETRI LÍÐAN

Meðferð við kvíða

Mín líðan býður upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu við kvíða. Meðferðartímanir innihalda fræðslu, verkefni, æfingar, spurningalista og verkefnabók í enda hvers tíma. Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig á að beita þeim í daglegu lífi. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan yfir áskriftartímann. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan með aðstoð sálfræðings!

39.900 kr.

fyrir meðferðina

14.500 kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.

STÖÐLUÐ SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU HJÁ MÍN LÍÐAN

Hvernig er meðferðin uppbyggð?

1. Fræðsla
Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem hjálpa þér að draga úr kvíða.
  • Meðferðin inniheldur 10 meðferðartíma
  • Hver tími tekur 30–60 mínútur í yfirferð
  • Meðferðin er opin í 14 vikur frá kaupum
2. Verkefni og æfingar
Þú gerir verkefni og æfingar sem hjálpa þér að tileinka þér þær aðferðir sem farið er yfir í fræðslunni.
  • Gagnvirkar æfingar
  • Endurgjöf frá sálfræðingi á verkefni innan 1-3 virkra daga
  • Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta
3. Skilaboð til sálfræðings
Sálfræðingur þinn er þér ávallt innan handar. Þú getur átt samskipti við hann hvenær sem er með því að senda honum skilaboð. Þar færðu þá aðstoð og þann stuðning sem hentar þér.
  • Skilaboðum er yfirleitt svarað samdægurs
  • Skilaboðin eru send á milli í skrifuðum texta
4. Spurningalistar
Þú svarar stöðluðum spurningalistum þrisvar sinnum yfir meðferðina til að meta árangur þinn í meðferðinni.
  • Í byrjun hvers tíma metur þú einnig þína líðan á bilinu 0-10 og fylgist með framvindunni
5. Verkefnabók
Í lok hvers tíma færðu aðgang að verkefnabók með efni tímans.
  • Þú hefur aðgang að verkefnabókinni eftir að áskriftartímanum lýkur

Hvernig lærir þú að draga úr einkennum lágs sjálfsmats?

Meðferðin hjálpar þér að:

Þekkja helstu einkenni kvíða

Þú lærir hvað kvíði felur í sér og lærir að vera meðvitaðri um þín kvíðaeinkenni.

Brjóta upp vítahring kvíða

Þú lærir aðferðir sem geta gagnast þér við að brjóta upp þann vítahring sem þú ert í.

Breyta neikvæðum hugsunarhætti

Þú lærir að koma auga á óhjálplegar hugsanir og sjá þær út frá nýju sjónarhorni.

Breyta óhjálplegri hegðun

Þú lærir að fara í kvíðavekjandi aðstæður sem þú hefur forðast eða fundið fyrir kvíða í.

STÖÐLUÐ SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ Á NETINU

Náðu tökum á þinni líðan!

Þeir sem finna fyrir kvíða eiga oft erfitt með að taka fyrsta skrefið. Oft veit fólk ekki hvernig það á að fara að því að draga úr kvíðanum. Stöðluð sálfræðimeðferð á netinu er frábær kostur til að byrja að minnka kvíða. Það skiptir ekki máli hvort þú finnir fyrir kvíða i í ákveðnum aðstæðum eða almennt í daglegu lífi, meðferðin getur verið þægileg leið til að stíga fyrsta skrefð í átt að betri líðan. Í meðferðinni lærir þú að brjóta upp vítahring kvíða sem felur m.a. í sér að læra að fara í aðstæður sem valda þér kvíða. Markmiðið er að þú náir tökum á þinni líðan!

39.900 kr.

fyrir meðferðina

14.500kr./mán.

Í þrjá mánuði.
Heildargreiðsla: 43.500 kr.