Mat á einkennum | Mín líðan

Telur þú þig upplifa einkenni félagskvíða?

Viltu vita hvort að meðferðin henti þér? Ef þú hefur upplifað mikinn kvíða í félagslegum aðstæðum í langan tíma og það truflar daglegt líf hjá þér með einhverjum hætti getur það bent til félagskvíða. Svaraðu spurningalistanum til að meta hvort að þú sért með einkenni félagskvíða.

Hvað af eftirfarandi er dæmigert fyrir þig í félagslegum aðstæðum? Félagslegar aðstæður eru allar aðstæður þar sem þú og annað fólk er til staðar. Dæmi um félagslegar aðstæður eru félagsleg samskipti (t.d. að eiga samræður við aðra, segja nei við aðra eða hitta ókunnugt fólk), að vera fylgst með af öðrum (t.d. að borða, drekka eða skrifa) og að koma fram (t.d. að halda fyrirlestur, spila á tónleikum eða keppa í íþrótt).

Nei
Ég verð kvíðin(n) í einum eða fleiri félagslegum aðstæðum
Ég óttast að vera dæmd(ur) eða metin(n) á neikvæðan hátt af öðrum
Ég óttast að verða mér til skammar, líta kjánalega út eða gera mig að fífli
Ég óttast að aðrir taki eftir kvíðaeinkennunum mínum (t.d. roða í andliti, skjálfta í höndum og fótum eða svita undir höndum)
Ég forðast oft félagslegar aðstæður eða fer í þær og upplifi mjög mikinn kvíða
Ég forðast að vera miðpunktur athygli
Ég óttast að vera gagnrýnd(ur) af öðrum
Ég óttast að gera mistök fyrir framan aðra
Ég óttast að gera hluti þegar aðrir gætu verið að fylgjast með mér
Ég óttast að tala við fólk í valdastöðu
Mér finnst erfitt að tala fyrir framan aðra
Mér finnst erfitt að tala við ókunnuga
Mér finnst erfitt að segja nei við aðra
Mér finnst erfitt að segja mína skoðun
Kvíði sem ég upplifi í félagslegum aðstæðum er meiri en ástæða er til
Kvíði sem ég upplifi í félagslegum aðstæðum veldur mér verulegri vanlíðan
Kvíði sem ég upplifi í félagslegum aðstæðum hefur áhrif á virkni í daglegu lífi (t.d. frammistöðu í vinnu eða skóla, samskipti við vini, hreyfingu, áhugamál o.s.frv.)
Hefur þú síðasta mánuðinn verið með alvarlegar sjálfsvígshugsanir, haft áætlun um sjálfsvíg eða gert tilraun til sjálfsvígs?
Mín líðan styðst við vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.